Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 11

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 11
11 A U Ð L I N D A M Á L við komin með þorskstofninn mjög neðarlega og hefðum ekki mátt sækja í hann mikið lengur með sama hætti.“ Þarf sterk bein til að þola vel- gengnina Daði segir að sterk bein þurfi til að bregðast við með sam- drætti aflaheimilda þegar þörf krefji og á sama hátt sé vandaverk að standast kröfur um auknar veiðar þegar vís- bendingar komi fram á mið- unum um betra ástand. „Þeg- ar menn eru að sjá þorsk- gengd sem þeir hafa ekki séð í yfir 30 ár. Það er auðvitað skiljanlegt að þeim þyki blóð- ugt að fá ekki að veiða meira. En þá kemur varfærn- issjónarmiðið til og það grundvallaratriði að nú skal horft til langrar framtíðar,“ segir Daði Már en hann hefur í rannsóknarverkefnum sín- um sérstaklega beint kastljós- inu að samspili markaðsfyri- komulags og arðs í sjávarút- vegi. „Þetta með að skapa verð- mæti er algjört lykilatriði. Ef við skoðum þróunina í fisk- vinnslu hér á landi annars vegar og í nágrannalöndum eins og Noregi hins vegar þá sjáum við verulegan mun á þeim tíma sem liðinn er frá því tímabili stóru sölufyrir- tækjanna lauk hér á landi. Það má segja að þróunin á þessu tímabili hafi einkennst af stöðugt fjölbreyttari fyrir- tækjaflóru, eitt fyrirtæki í sjáv- arútvegi sérhæfir sig í eina átt á meðan fyrirtækið við hlið- ina velur að sérhæfa sig í aðra. Þetta er mikilvægur hluti þess að skapa sem mest verðmæti úr auðlindinni. Fiskur er fjölbreytt vara og virði hans fer eftir eiginleik- um á borð við ferskleika, stærð, holdfyllingu og öðrum þeim þáttum sem hafa áhrif á virði fisks. Einnig skiptir af- hendingartími og afhending- aröryggi máli. Því meiri stjórn sem menn hafa á framleiðslu- keðjunni því betur geta þeir mætt kröfum markaðarins. Við sjáum afleiðingar af þessu í því hvernig fyrirtækin velja að skipuleggja starfsemi sína. Þau fyrirtæki sem byggja á hágæða afurðum velja oft að hafa útgerðina og vinnsluna á sömu hendi. Á þann hátt tryggja þau best að veiðar og vinnsla vinni í takti að því markmiði að uppfylla þarfir viðskiptavinarins. Frels- ið sem hefur leyft mismun- andi lausnum að þróast fyrir mismunandi framleiðslu er að mínu mati algjört lykilatriði í þeim árangri sem hefur náðst í sjávarútvegi síðustu 15-20 árin hér á landi. Við erum að sjá verulegan arð skapast af starfi fyrirtækja í sjávarútvegi, til dæmis með sölu á verð- mætum ferskum afurðum, og allt þetta byggist á fjölbreytni fyrirtækjaflórunnar og þeim stöðugleika sem kvótakerfið skapar. Ég verð að segja að ég hef svolitlar áhyggjur af því að inni í stjórnkerfinu átti menn sig ekki á því hversu skynsamlega skipulagður sjávarútvegurinn er orðinn og að hve miklu leyti þetta skipulag er háð stöðugleika, viðskiptafrelsi og því að mann fái að njóta afraksturs Kaplahrauni 5 - Sími 565 1022 - hella@hella.is - www. hella.is ÍSL EN SK FRA ML EIÐ SLA Handfærarúllur - Festipollar Þilfarslúgur - Fiskislöngutengi og ýmis önnur framleiðsla og sérsmíði fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.