Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 27

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 27
27 Skorri hefur selt Tudor rafgeyma í báta frá árinu 1978: Rafgeymarnir eitt af lykil- atriðunum í bátnum „Við seljum allar gerðir raf- geyma og ekki hvað síst fyrir bátana. Þar skiptir miklu máli að velja rétta geyma fyrir þá notkun sem þeim er ætlað að standa undir en rétt val og rétt umgengni um rafgeymana geta skipt sköpum um endingu þeirra. Frá upphafi hefur Skorri sérhæft sig í sölu á vönduðum sænskum rafgeymum frá Tudor og við vitum af reynslunni að þeir hafa staðið sig vel í bátun- um,“ segir Lárus Björnsson, rekstrarstjóri hjá Skorra hf. á Bíldshöfða í Reykjavík, að- spurður um þjónustu fyrirtæk- isins við bátaeigendur. Lárus segir þjónustu fyrir- tækisins fyrst og fremst felast í sölu á rafgeymum en ekki síður í ráðgjöf til viðskipta- vina um rétt val á geymum. „Þetta er mjög mikilvægt at- riði hvað bátana varðar því um borð er einn rafgeymir fyrir startið í bátnum, annar sem knýr ljós og minni raf- tæki og síðan þriðja settið, gjarnan samtengdir tveir 12 volta rafgeymar, sem knýja rafmagnsvindurnar. Virkni í þessum rafgeymum þarf því að vera mismunandi. Þannig eiga rafgeymarnir sem knýja ræsingu á vélinni að gefa frá sér mikinn straum í einu á meðan þessu er þveröfugt farið með tækja- og færavind- urafgeymana. Þeir þurfa að gefa frá sér lítinn straum og hafa langan úthaldstíma. Á síðasta ári fengum við nýja línu af rafgeymum frá Tudor fyrir hæga afhleðslu sem heita TUDOR Exbert Endur- ance og eiga þeir að þola mun fleiri afhleðslur heldur en eldri gerðir. Þeir eru nú til í þremur stærðum 135 Ah, 180 Ah og 230 Ah. Þeir hafa reynst mjög vel og eru við- skiptavinir okkar mjög ánægðir með þá. Okkar ráðgjöf til viðskipta- vina er að greina hvaða þarfir þeir hafa um borð og ráð- leggja þeim síðan um hvaða gerð Tudor-rafgeymana hent- ar þeim best,“ segir Lárus. Frá stærsta rafgeyma- framleiðanda heims Fyrirtækið Skorri rekur sögu sína allt aftur til ársins 1978 þegar það var stofnað um rafgeymasölu. Eins og áður segir hefur Tudor fylgt fyrir- tækinu frá upphafi en að baki þeirri framleiðslu stend- ur EXIDE í Bandaríkjunum, sem er með stærstu raf- geymaframleiðendum í heimi. Línan í rafgeymum er mjög stór, allt frá rafgeymum fyrir stærstu vélar og tæki niður í rafgeyma fyrir mótorhjól og vélsleða. Þess utan selur fyrir- tækið sólarrafhlöður, gaskæli- skápa, gaseldavélar, gasvatns- hitara og ljósabúnað fyrir 12 volta kerfi fyrir sumarbústaði og fjallaskála sem eru ekki tengdir við rafmagn, hleðslu- rafhlöður og margt fleira. „Síðan bjóðum við mjög handhægan og vandaðan hleðslubúnað eða sjálvirk hleðslutæki fyrir rafgeyma er ekki síður mikilvægur báta- eigendum en rafgeymarnir sjálfir. Í bátum sem til dæmis eru bundnir við bryggju yfir vetrarmánuðina þarf að huga vel að því að rafgeymarnir skemmist ekki. Það er vel tryggt með þessum hleðslu- búnaði frá okkur sem ekki aðeins hleður geymana held- ur vaktar þá stöðugt og gætir þess að bæta við hleðsluna þegar þörf er á. Rafgeymar endast best fullhlaðnir og margir smábátasjómenn eru því með hleðslubúnaðinn okkar tengdan við landraf- magn yfir vetrarmánuðina þegar báturinn er ekki á sjó. Ganga þannig að því vísu að vori að rafgeymarnir um borð séu í góðu ástandi og tilbúnir fyrir róðurinn,“ segir Lárus en að hans mati má reikna með nokkurra ára endingu á raf- geymum þegar þeirra er gætt með þessum hætti. „Þegar saman fer Tudor-merkið, rétt val á rafgeymum og góð um- hirða þá fullyrði ég að end- ing rafgeymanna er eftir því góð,“ segir Lárus. Lárus Björnsson, rekstrarstjóri Skorra. „Seljum allar gerðir rafgeyma fyrir bátaflotann og veitum ráðgjöf um hvað hentar hverjum og einum best.“ R A F G E Y M A Þ J Ó N U S T A TUDOR Exbert Endurance. Þetta er ný lína rafgeyma sem eru með hæga af- hleðslu og þar af leiðandi vel dugandi fyrir handfæravindurnar um borð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.