Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 29

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 29
29 B E I T U Þ J Ó N U S T A „Því miður er staðan sú að smokkfiskvertíðin við Falk- landseyjar brast að mestu á þessum vetri. Verð á smokk- fiski til beitu hefur aldrei ver- ið hærra hvort sem miðað er við dollar eða krónu. Það er ljóst að mikill skortur verður á smokkfiski á þessu ári. Hins vegar búum við hjá Tobis það vel að vera með samning við bandaríska fyrirtækið Sea- freeze, sem býður sjófrystan bandarískan smokkfisk frá og með maímánuði þegar smokk- fiskvertíðin undan austur- strrönd Bandaríkjanna hefst. Mér hefur verið tjáð að veiði þar líti vel út í sumar þannig að ég reikna með að Tobis geti boðið verulegt magn af smokkfiski þegar líður á sum- arið,” segir Þórleifur Ólafs- son, eigandi og framkvæmda- stjóri Tobis í Reykjanesbæ. „Smokkfiskurinn er sú beita sem hefur reynst best og alhliða fyrir flestar fiskiteg- undir. Hann helst vel á öngl- unum og hefur ýmsa aðra kosti. Við seljum því mest af honum en að öðru leyti bjóð- um við fjölbreytt úrval af beitu, fyrst og fremst innfluttri en einnig íslenskri,“ segir Þórleifur Fyrirtækið stofnaði hann ásamt konu sinni Stef- aníu Júlíusdóttur fyrir fimm árum um innflutning og sölu á beitu en Þórleifur hafði áð- ur starfað við þessa þjónustu hjá öðrum fyrirtækjum. Og er raunar með víðtæka reynslu sem tengist sjávarútvegi því hann var lengi blaðamaður á Morgunblaðinu, stofnaði Fiskifréttir á sínum tíma og kom að Íslensku sjávarút- vegssýningunni. Hátt í 3000 tonn á ári Þorleifur segir Tobis selja 2-3000 tonn af beitu á ári og veltir fyrirtækið yfir hálfum milljarði króna á ári. Um- boðsmenn fyrirtækisins eru á fimm stöðum á landsbyggð- inni en útgerðirnar skipta tugum, allt frá stórum línuút- gerðum niður í smábáta. Og beitan er ýmst handbeitt á krókana eða vélbeitt í þeim bátum sem eru búnir þar til gerðum línukerfum. Þórleifur segist leggja mikla áherslu á að þjóna viðskiptavinum eins vel og framast er kostur. „Út- gerðarmenn þurfa oft að fá beituna með litlum fyrirvara og því höfum við opinn síma sem sjaldan sefur. Og til að auðvelda aðgengi að vörum okkar og tryggja þessa skjótu þjónustu erum við með um- boðsmenn vítt og breitt um landið,“ segir Þorleifur. Smokkfiskurinn frá Tobis er oftast handfæraveiddur, en hann er veiddur í S-Atlants- hafi og eru það einkum skip frá Taiwan og Kóreu sem veiða hann. Vertíðin nú í vet- ur brást hins vegar algjörlega eins og áður segir og það hefur valdið mikilli þurrð á markaðnum um allan heim. „Á meðan þetta ástand varir færa menn sig yfir í Amer- íkusmokkinn eða aðrar teg- undir en það er vissulega erfitt þegar svona þurrð skap- ast í þeirri beitu sem nýtur mestra vinsælda,“ segir Þor- leifur. Þjónustar einnig Grænlands- markað Önnur vinsæl beitutegund hjá Tobis er svokallaður Kyrra- hafssári, öðru nafni Kyrra- hafsmakríll. Byrjað var að kaupa hann til Íslands og fleiri landa sem beita fyrir tíu árum og hafa vinsældir sára aukist jafnt og þétt. Þorleifur segir að innflutta beitan komi hingað til lands fryst í hefð- bundnar öskjur sem síðan eru þíddar upp fyrir beitningu. „Smokkfiskurinn og sárinn eru vinsælasta beitan hjá mér en síðan erum við líka með Kyrrahafssardinu og sandsíli. Aðrar tegundir, þ.e. síld, loðnu og makríl fæ ég hér innanlands en langstærsti hluti sölunnar er innflutt beita,“ segir Þorleifur. Auk íslenska markaðins hefur Tobis byggt góð við- skiptasambönd við Grænland og selur þar bæði smáum út- gerðum og stærri fyrirtækjum á borð við Royal Greenland. Tobis í Reykjanesbæ þjónustar línubátaflotann með innfluttri og innlendri beitu: Smokkfiskurinn reynist best Smokkfiskur er vinsælasta beitan frá Tobis og hefur reynst alhliða fyrir flestar fisk- tegundir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.