Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 12
12 eigin fjárfestinga og erfiðis. Þarna vinna saman skynsam- lega ákvarðað aflamark, fram- seljanlegar veiðiheimildir og gott markaðsfyrirkomulag með frelsi til að velja heppi- legustu rekstrarform fyrir framleiðsluna. Ef við berum þetta saman við stöðu Norð- manna þá er þar talsvert ann- að uppi á teningnum. Þó svo aflamarkið sé skynsamlega ákvarðað vantar framseljan- leika í kvótakerfið og sveigj- anleika í markaðsfyrirkomu- lagið. Þeir sópa aflanum enn upp á vertíð því skilaboð frá viðskiptavinum um hluti eins og afhendingartíma, gæði og vöruform, skilar sér ekki frá viðskiptavinum til útgerðanna eða að útgerðirnar geta ekki brugðist við skilaboðum vegna kerfisins. Þarna er ver- ið að sóa miklum auði vegna þess að Norðmenn hafa ekki viljað leyfa einstaklingsfram- takinu að blómstra og skapa arð. Ég vara stórlega við því að við þyngjum regluverkið og fetum okkur inn á þessa norsku leið með tilheyrandi sóun á verðmætunum sem auðlindin getur skapað. Það ættum við síðast af öllu að gera,“ segir Daði Már og vísar einnig til Evrópusambandsins í þessari umræðu. „Það er þyngra en tárum taki að sjá hvernig þessi ríki hafa sóað sinni auðlindarentu. Þeirra sjávarútvegur er enda að stórum hluta rekinn með tapi, á styrkjum og stýrt af byggða- stefnusjónarmiðum.“ Uppspretta arðs ekki einungis í auðlindinni sjálfri Daði Már er mjög andvígur hugmyndum um þrengingu á framsali aflaheimilda. „Frekar vil ég auka þá möguleika en hitt og heimila viðskipti afla- heimilda milli stóra og litla kerfisins. Heimildir fara þang- að sem mestan arð er hægt að skapa úr þeim og það er af hinu góða. Ég held að það að blanda saman atvinnupóli- tík, byggðapólitík og auð- lindamálum sé mjög óskyn- samlegt af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er saga hins opin- bera í að stýra uppbyggingu á atvinnustarfsemi vægast sagt ófögur. Í öðru lagi er mjög varasamt að blanda saman byggða- og atvinnu- pólitík og nýtingu auðlinda hafsins því þá er verið að fela kostnaðinn af pólitískum að- gerðum. Hvernig er hægt að taka afstöðu til þess hvort pólitík sé skynsamleg ef eng- in leið er að átta sig á kostn- aðinum? Það er mun betra að halda þessu aðskyldu. Þetta er það sem hefur gerst í Nor- egi og Evrópusambandslönd- unum, en við höfum valið að gera ekki hér á landi. Að- skilnaður og virkjun einstak- lingframtaksins hefur skilað mjög góðum árangri hér á landi, reyndar svo góðum að aðalefni deilnanna um sjávar- útveginn er hver á að njóta ágóðans. Ég er þar með ekki að segja að við eigum ekki að taka greiðslu fyrir aðgang að auðlindunum, en við verðum að viðurkenna þá staðreynd að auðlindin er ekki eini framleiðsluþáttur- inn. Það þarf einnig þekk- ingu og fjármagn og ein- hverja sem eru tilbúnir að taka áhættuna af rekstri í greininni. Það er fullkomlega eðlilegt að þeir sem leggja til þekkingu og fjármagn og taka áhættu af rekstrinum njóti afraksturs í samræmi við það,“ segir Daði Már og bendir á að hraðar áherslu- breytingar í sjávarútvegi síð- ustu ár yfir í ferskfiskfram- leiðslu séu gott dæmi um hvernig greinin finni tæki- færin og grípi þau strax. „Það er ekki vafi í mínum huga að án þessa kerfis, án skynsamlega setts aflamarks, án kvótakerfisins, án frelsisins á markaðnum, án frelsisins til að skipuleggja fyrirtækin í takt við þarfir markaðarins, þá hefði þetta aldrei gerst. Þá stæðum við uppi með sjávar- útveg eins og í Evrópusam- bandinu, sem varla á fyrir olí- unni.“ A U Ð L I N D A M Á L

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.