Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 22

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 22
22 Æ G I S V I Ð T A L I Ð leiguverð á þorski 210 krónur en verð á ýsu 45 krónur. Frá þessum tíma hefur ýsuverðið hins vegar fjórfaldast og segir sig sjálft að mun minni möguleikar eru að láta rekst- urinn ganga þegar leigu- kvótaverðið er svo hátt. „Það voru ekki margir trú- aðir á að þetta gæti gengið og bjartsýnin var heldur ekki mikil þessa fyrstu mánuði eft- ir bankahrunið. Þegar hins vegar var komið inn í miðja grásleppuvertíð vorið 2009 var strandveiðikerfið sett á og í því sá ég tækifæri til að að skapa mér vinnu og bátnum meiri verkefni. Þetta þýddi að báturinn gæti haft rekstrar- grundvöll í að minnsta kosti sex mánuði þannig að ég er mjög ánægður með stand- veiðina. Við fengum líka út- hlutuðum byggðakvóta þann- ig að allt lagðist saman í því að hjálpa okkur af stað,“ seg- ir Ingvar. Skrapp í róður í Noregi! Ingvar Þór hefur ekki látið sér nægja að róa hér heima því síðastliðið haust bauðst honum að fara um borð í línu- og netabát í Álasundi í Noregi og hann sló til. „Þetta er með því flottara sem ég hef séð á sjó. Þetta skip er búið 50 þúsund króka línu- kerfi og getur líka verið með 400 net í stíum. Fiskurinn er hausaður og frystur um borð en sem dæmi um búnaðinn má nefna að það er mynda- vélakerfi um allt skip og neð- ansjávarmyndavélar sem fylgjast með að allt sé í lagi hvað veiðarfærin varðar. Ég var þarna í einn mánuð og við fiskuðum á þeim tíma 600 tonn, þar af 200 á einni viku. En þó svo að þetta hafi verið mikið ævintýr þá var aldrei ætlunin hjá mér önnur en sú að fá svolitla innsýn í útgerð- ina í Noregi og snúa síðan heim til að halda áfram að byggja eigin útgerð upp,“ segir Ingvar Þór. Þriggja báta útgerð Og það má sannarlega segja að útgerðin Óskar og synir ehf., þ.e. Ingvar Þór, faðir hans, afi og bræður hafi ekki látið sitja við orðin tóm í uppbyggingu útgerðarinnar. Strax eftir grásleppu- og strandveiðar árið 2009 var ákveðið að bæta öðrum báti við útgerðina og þá var keyptur bátur á Kópaskeri sem ber nafnið Stella. Róið var á báðum bátunum á grá- sleppu vorið 2010 og þegar komið var fram í maí, bætti útgerðin þriðja bátnum við og sótti hann í grásleppuna alveg fram í júní. Allir voru bátarnir síðan verið á strand- veiðum í fyrrasumar, Straum- ur, Stella og sá nýjasti - Stubbur. „Okkur fannst einfaldlega rökrétt að halda áfram á sömu braut þegar okkur gekk svona vel í byrjun. Grá- sleppuvertíðarnar hafa verið mjög góðar og til að mynda gaf vertíðin í fyrra okkur um 150 tunnur af hrognum og það er ekki annað hægt en vera ánægður með það. Þrátt fyrir að við höfum ekki feng- ið byggðakvóta núna til að fiska þá munum við gera alla bátana út á grásleppu nú í vor og stefnum svo á strand- veiðarnar í sumar. Hjá okkur hafa grásleppuveiðarnar byrj- að svipað og í fyrra en verð- ið er eitthvað lægra þannig að við búumst við því að vertíðin í heild verði eitthvað lakari en var á síðasta ári,“ segir Ingvar Þór og svarar því aðspurður játandi hvort hann komi nú með grásleppuna í land til vinnslu. „Já, sam- kvæmt reglugerð á að hirða allt frá og með næstu vertíð og ég tók ákvörðun um að byrja strax á þessu. Við höf- um samstarf við sölufyrirtæk- ið Tríton sem lætur frysta grásleppuna fyrir Kínamark- að. Fyrir okkur á sjónum er þetta sennilega fjórföld vinna við hverja grásleppu, miðað við það sem áður var. Hún er skorin á annan hátt og síðan þarf að ísa og ganga rétt frá. Þó verðið sé ekki hátt á þessu þá er ég ánægð- ur með að fá eitthvað fyrir þessa vinnu og sá engan til- gang í því að bíða með að taka þetta vinnulag upp, þrátt fyrir að reglugerðin segi að það þurfi ekki fyrr en á næsta ári. Vonandi tekst Trí- ton að byggja þennan mark- að enn frekar upp og gera enn meiri verðmæti úr grá- sleppunni. Það er bara já- kvætt fyrir alla - þetta er verðmæti sem áður fór fyrir borð en skilar nú tekjum. Við fáum 55 krónur á kílóið af grásleppnunni þannig að það Með afa í útgerðinni. Ingvar og móðurafi hans, Jónas Stefánsson um borð í Stellu í höfninni á Kópaskeri. Ingvar rær á Straumi og Jónas á Stellu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.