Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 38

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 38
38 S J Á V A R Ú T V E G U R K R O S S G Á T A Sjávarútvegsráðstefnan 2011 verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík 13.-14. október næstkomandi og ber hún yfir- skriftina ,,Frá tækifærum til tekjusköpunar“. Helstu nýj- ungar frá síðustu Sjávarút- vegsráðstefnu er kynning á framúrstefnuhugmyndum og jafnframt munu bestu hug- myndirnar fá verðlaun á ráð- stefnunni. Guðrún Ólafsdóttir, sem sæti á í matsnefnd sem fer yfir innsendar hugmyndir, segir enga hugmynd sem snerti íslenskan sjávarútveg fyrirfram dæmda. Allt eigi er- indi inn í þessa samkeppni. „Við erum að sækjast eftir nýjum leiðum, nýjum nálgun- um og allt verður skoðað gaumgæfilega. Það má segja að grunnhugsunin sé sú að hugmyndirnar geti stuðlað að því að bæta ímynd landsins, sjávarútvegsins sem atvinnu- greinar og stuðli að því að styrkja landið sem heild,“ segir Guðrún en frestur til að skila inn umsóknum er til 16. maí næstkomandi. Upplýsing- ar um samkeppnina er að finna á heimasíðu Sjávarút- vegsráðstefnunnar, www. sjavarutvegsradstefnan.is. Eins og þar kemur fram skal setja fram hugmynd á hnit- miðaðan hátt þar sem fram kemur lýsing á hugmynd, til- laga að framkvæmd, væntan- legur afrakstur og áhrif til góðs fyrir ímynd íslenskra af- urða. Einstaklingar geta sent inn eigin hugmyndir og/eða tilnefnt hugmyndir annarra í umboði þeirra. Allar hug- myndir þurfa að uppfylla þau skilyrði að vera framúrstefnu- legar og raunhæfar. Eins og áður segir verða valdar hugmyndir kynntar á Sjávarútvegsráðstefnunni í haust en verðlaunafé er 400 þúsund krónur. Sem fyrr er Sjávarútvegs- ráðstefnan öllum opin og drög að dagskrá eru fyrirliggj- andi. Haldin verða 35 erindi á ráðstefnunni og efnt til fjölda málstofa um fjölbreytt viðfangsefni tengd sjávarút- vegi. Sjávarútvegsráðstefnan 2011 efnir til verðlaunasamkeppni: Kallað eftir framúrstefnu- hugmyndum Frá Sjávarútvegsráðstefnunni 2010.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.