Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 16
16 Í G R Á S L E P P U R Ó Ð R I „Þeir sem veiða hrokkelsi eru aldrei nefndir rauðmagakall- ar, en altaf grásleppukallar,“ segir nóbelsskáldið á einum stað í Brekkukotsannál. Og ekki að ósekju, enda betri helmingur hrognkelsisins, grásleppan, mun eftirsóknar- verðari en karlinn, rauðmag- inn, sem þó er af þorra manna talinn miklu betri mat- fiskur. Það er hins vegar ekki fiskurinn sjálfur sem menn sækjast svo eftir, heldur grá- sleppuhrognin sem þykja lost- æti og eru þyngdar sinnar virði í gulli. Allt í kringum landið sækja menn grásleppu í þarann þessi dægrin. Þessi silalegi fiskur er vorboði víða til sjáv- ar. Á grásleppuvertíðinni fær- ist líf á bryggjurnar sem aldrei fyrr, því veiðarnar eru stund- aðar af mörgum bátum og þó að bátarnir séu jafnan smáir eru tveir til þrír í áhöfn á hverjum bát. Einn þeirra sem nú á grá- sleppunet í sjó er Óli Ægir Þorsteinsson, trillukarl á Þórs- höfn. Hann lagði gráslepp- unet sín í 22 skipti nú í vor og hefur lengst af gert út á bát sínum Litlanesi ÞH. Það hnussar lítillega í Óla þegar hann er spurður að því hvort að þetta sé virkilega svona gefandi veiðiskapur, bæði fyrir anda og auð. Eða hvað er það sem dregur menn á grásleppu ár eftir ár, áratug- um saman? „Það bregst ekki,“ segir Óli, „að eftir hverja ein- ustu grásleppuvertíð sver maður þess dýran eið að þessi vertíð hafi verið sú síð- asta. En síðan er mann farið að klæja í fingurna í febrúar eftir því að komast á grá- sleppu. Ætli þetta sé ekki bara ávanabindandi and- skoti.“ Launin yfirleitt þokkaleg Óli leggur grásleppunetin í Þistilfirði og út með Langa- nesi, á miðum sem hann þekkir eins og lófann á sér. Hann hefur sér til halds og trausts tvo fílhrausta menn, þá Ragnar Sigfússon, bónda á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, og Kristján Úlfarsson, trésmið „Ávanabindandi andskoti“ - grásleppuvertíðin stendur nú sem hæst víða um land. Aflabrögð eru misjöfn, eins og gengur, en í Þistilfirðinum eru aflabrögð í dræmara lagi. Ægir brá sér í grásleppuróður Óli Ægir Þorsteinsson, trillu- og grásleppukarl á Þórshöfn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.