Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 18

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 18
18 Í G R Á S L E P P U R Ó Ð R I við það sem áður var. Nú séu allir grásleppubátar búnir svo- kölluðum niðurleggjara sem leggur netin snyrtilega niður um leið og þau eru dregin. Ragnar tekur undir það og fullyrðir að niðurleggjarinn sé ekkert annað en bylting í grá- sleppuveiðum. Þá hafi vinnan um borð einnig léttst til muna þegar netasteinunum var skipt út fyrir blýteina og neta- hringjum, eða flotinu, skipt út fyrir flotteinum. Litlar vinsældir rauðmagans Það er þó ekki bara þorskur- inn sem getur tafið fyrir drætti. Hinn bráðnauðsynlegi fylgifiskur grásleppunnar, rauðmaginn, slæðist vitaskuld líka í netin. Nú á dögum er rauðmaginn að mestu til óþurftar eftir að hann hefur lokið skyldustörfum sínum neðansjávar. Þessum meinta afrakstri munnvatnsfram- leiðslu frelsarans er yfirleitt varpað fyrir borð jafnharðan, því þeim fer óðum fækkandi sem vilja fá hann í land og leggja sér hann til munns. Áður fyrr var hann hinsvegar þó nokkuð vinsæll matfiskur, var ýmist borðaður nýr eða reyktur og jafnvel stundum hertur. Rauðmaginn skilur auk þess oft eftir sig hnúta á netunum, því hann er lítill og getur vafið sig illa í garnið. Það er seinlegt þolinmæðis- verk að leysa úr „rauðmaga- hnút“ og rauðmaginn því ekki hátt á vinsældarlistanum hjá grásleppukörlum. „Líkin“ í land á næstu vertíð Grásleppuveiðar eru sérstakar að því leyti að ekki er verið að sækjast eftir fiskinum sjálf- um, heldur aðeins hrognum hans. Þegar grásleppan hefur verið skorin, þ.e. rist á kvið hennar og hrognin hafa verið fjarlægð, er „líkinu“ hent í hafið. En nú er hinsvegar að verða breyting á. Samkvæmt nýjum reglum verður skylt að koma með allar grásleppur að landi á næstu vertíð. Hér á landi hefur grásleppan lítið verið nýtt, þó stundum sé hún etin sigin. En nú hafa opnast markaðir fyrir grá- sleppuna og því ber að koma með hana að landi. Þessi fyr- irætlan leggst nokkuð þungt í Óla Ægi og félaga. Þeir segja að um borð í grásleppubátum sé pláss jafnan af skornum skammti, auk þess sem hinn nýji markaður fari fram á að grásleppan sé skorin með öðrum og mun tímafrekari hætti en nú er. Mikil verðlækkun á hrognum Markaðsverð á hrognum ræð- ur miklu um afkomu vertíðar- innar. Verð á grásleppu- hrognum hefur oft sveiflast mjög mikið á milli vertíða og oft er vandasamt að sjá hvert verðið verður fyrr en komið að alveg að vertíðinni. Við upphaf vertíðarinnar nú var viðmiðunarverðið um 150 þúsund krónur fyrir tunnu af hrognum. Það er umtalvert lægra verð en greitt var fyrir tunnuna á síðustu vertíð en þá var verið reyndar í hæstu hæðum og fór upp í 200 þús- und krónur fyrir tunnuna. Myndir og texti: Helgi Mar Árnason Þó að hrognkelsi hafi verið nýtt við Ísland um aldir er merkilega lítið vitað um þennan sérstaka fisk. Sérkennilegt útlit hennar varð tilefni hindurvitna og hjátrúar fyrr á öldum en þá þótti afleitt að fá hrognkelsi á öngul því það boðaði bráða feigð þess er dró. Það þótti einnig vita á ofsaveður ef grá- sleppa sást vaða í vatnsborðinu. Nú á dögum vita menn hinsvegar að grá- sleppan gengur upp að ströndinni snemma á vorin, hvar rauðmaginn bíður hennar, og hrygnir. Að hrygningu lokinni er hlutverki hennar lokið og hún heldur til hafs á ný en rauðmaginn annast eggin þangað til þau klekjast út. Rannsóknir á hrognkelsum sýna að þau snúa aftur til uppeldisstöðva sinna til að hrygna og halda tryggð við svæðið ár eftir ár. Áður en að hrygn- ingargöngu kemur halda hrognkelsi til úti á reginhafi. Ekki er mikið vitað um vistfræði hrognkelsa á meðan þau halda til á úthafinu en sjómenn hafa veitt þau í botnvörpu í janúar og febrúar. Þó er vitað að þau halda sig aðal- lega miðsævis og við yfirborðið þar sem þau éta af kappi og safna orku fyr- ir hrygningartímann. Lítið vitað um hrognkelsi Þorskur er ekki vel séð veiði í grásleppunet. Hann lokar netunum og það getur verið seinlegt að greiða hann úr. Ragnar Sigfússon greiðir grásleppu úr netunum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.