Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 21

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 21
21 Æ G I S V I Ð T A L I Ð Ekki vildi betur til en svo að úthaldið var selt þegar ég kom þannig að ég hringdi í skipasalann og spurði hvort hann vissi um einhvern sem vildi selja slíkt. Og hann sendi mig á Súðavík og þar var maður sem seldi okkur línuna og þar með var ég orðinn klár á veiðar. Ég fór síðan í nokkra línuróðra fljót- lega um veturinn, kominn með 5 tonn af þorski og 5 tonn af ýsu á leigumarkaði. Í fyrsta línuróðrinum fór ég talsvert norðvestur fyrir Grímsey, sem þótti mikil æv- intýramennska þarna um há- vetur en aflinn úr þessum fyrsta túr var 4,2 tonn á 16 bala. Og ég man að kallarnir heima á Dalvík voru alveg rasandi þegar ég kom að bryggju,“ segir Ingvar Þór og hlær dátt. Strandveiðikerfið opnaði nýja möguleika Þessi fyrsti bátur útgerðarinn- ar ber nafnið Straumur og Ingvar horfði til þess að geta fleitt sér áfram á leigukvóta og grásleppunni. Raunar hef- ur leigumarkaður fyrir afla- heimildir tekið miklum breyt- ingum til hins verra á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan þetta var. Lítið framboð og verð svo hátt að erfitt er fyrir útgerðina að láta enda ná saman. Þegar Straumur var keyptur í janúar 2009 var Tveir af þremur bátum í útgerð Ingvars Þórs og fjölskyldu hans, Straumur EA 18 og Stella EA 28. Bátarnir ljúka grásleppuver- tíðinni í maí en þriðji báturinn, Stubbur EA 48, verður á grásleppu fram í júní. Allir verða bátarnir á strandveiðum í sumar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.