Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 17

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 17
17 Í G R Á S L E P P U R Ó Ð R I á Þórshöfn. Ragnar er nú á sinni þrítugustu grásleppuver- tíð og þeirri sextándu með Óla á Litlanesinu. Ragnar seg- ist hafa gaman af tilbreyting- unni, að komast úr búskapn- um á sjó. En auðvitað sé það hýran sem menn sækist helst eftir þegar þeir munstra sig á grásleppubát. „Launin eru mjög misjöfn á milli vertíða. Það fer auðvitað eftir afla- brögðum en ekki síst mark- aðsverði á hrognunum. Oftast er vertíðin að skila þokka- legum launum, þau eru sjald- an mjög léleg. Stundum geta launin meira að segja orðið mjög góð, jafnvel slagað upp í að vera árslaun verkamanns á einni vertíð,“ segir Ragnar. Núgildandi reglur kveða á um að hver grásleppubátur má stunda veiðar í 50 daga eftir að netin eru lögð hið fyrsta sinni. Afkoma vertíðar- innar er því ekki bara háð aflabrögðunum, heldur einnig tíðarfarinu. Á Íslandi skipast veður skjótt í lofti og stund- um er ekki hægt að vitja net- anna svo mörgum dýrmætum dögum skiptir. Það kemur þó yfirleitt ekki að sök, því grá- sleppan er undarlega harð- gert kvikindi og getur lifað langan tíma eftir að hún fest- ist í netinu. Þorskurinn til vandræða Grásleppuvertíðin fór heldur rólega af stað í Þistilfirðinum þetta vorið. Fór þá saman að tíðarfarið var óhagstætt og aflabrögðin dræm. Mikil fisk- gengd í Þistilfirði hefur sömu- leiðis gert grásleppukörlum lífið leitt. Grásleppunet er létt og nett og stór þorskur á auð- velt með að vefja því utan um sig, „loka“ því eins og sagt er og þá veiðir það ekki grá- sleppu á meðan. Það er auk þess seinlegt verk að draga grásleppunetin þegar í þeim er mikið af fiski, það er tíma- frekt að greiða hann úr net- unum og leysa úr flækjum sem hann skilur eftir sig. Grá- sleppuveiðar geta þannig ver- ið erfiðisvinna og verður seint talin sérstaklega þrifaleg, því með netunum kemur jafnan upp mikill þari af sjávarbotni enda netin yfirleitt lögð grunnt, stundum alveg upp í harða fjöru. Óli Ægir segir þó vinnuna mun léttari nú miðað Grásleppur geta verið mjög misstórar. Ragnar Sigfússon heldur hér á vænni „Þist- ilfjarðarbelju“. Stund milli stríða. Áhöfnin á Litlanesi ÞH sækir sér kraft í kjötsúpu áður en ráðist er til atlögu við grásleppunetin á ný. Grásleppunetin eru jafnan lögð um leið og þau hafa verið dregin, í sama farið. Kristján Úlfarsson fylgist með að netin dragist greiðlega upp í niðurleggjarann. Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Ryðfríar stálvörur og skútutóg Við gö ngum frá vír endun um eftir þ ínum ó skum. ATH! Endar fyrir vír: 4, 5, 6, 8 og 10mm Ryðfríir aukahlutir Skútutóg: 6,8, 10 og 12mmMjúkur vír 7x19: 2, 3, 4, 5, 6, 8, 10, 12 og 14mm Plast húðaður (hvítur) vír 7x7: 4/6mm Stag vír 1x19: 2, 4, 5, 6, 8 og 10mm Ísfell býður fjölbreytt úrval af gæðavöru fyrir skútuna: Vír, endar, H og D lásar, framlengingar, splitti, boltar, rær, fjaðurlásar og margt fleira, ásamt skútutógi H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.