Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 14
14 „Undirbúningur Íslensku sjáv- arútvegssýningarinnar hefur gengið mjög vel og við erum nú þegar búin að selja 200 fermetrum meira af sýningar- rými en á sama tíma fyrir síð- ustu sýningu árið 2008. Í ljósi efnahagshrunsins á Íslandi haustið 2008 hefði mátt búist við að það yrði þyngra undir fæti núna og því koma þessar góðu undirtektir okkur þægi- lega á óvart,“ segir Marianne Rasmussen-Coulling, við- burðastjórnandi hjá Mercator Media sem er skipuleggjandi sýningarinnar. Íslenska sjáv- arútvegssýningin fer fram í Fífunni og Smáranum í Kópa- vogi dagana 22. til 24. sept- ember í haust. Þetta er í tí- unda skipti sem þessi gamal- gróna sjávarútvegssýning er haldin en hún var fyrst haldin árið 1984 og hefur síðan farið fram á þriggja ára fresti. Framan af var sýningin í Laug- ardalshöll en árið 1999 var hún flutt á nýtt og stærra sýn- ingarsvæði í Kópavogi sem hefur verið vettvangur hennar síðan. Óþarfi að breyta því sem reyn- ist vel Um miðjan febrúar höfðu sýnendur frá um 20 löndum skráð sig til þátttöku og þá vantaði aðeins um 15% upp á að búið væri að selja jafn mikið sýningarpláss og selt var fyrir sýninguna 2008. Þjóðir sem hafa staðfest þátt- töku í sýningunni eru Dan- mörk, Noregur, Færeyjar og Bretland en Kína og Ítalía hafa einnig lýst áhuga á að vera með. Að sögn Marianne var einungis eftir að ráðstafa 20 sýningarplássum í stóru sýningarhöllinni um miðjan febrúar og 26 pláss voru enn laus í smærri sýningarhöll- inni. Aðspurð hvort búast megi við miklum breytingum á fyrirkomulagi sýningarinnar í ár, segir Marianne svo ekki vera því það sé óþarfi að breyta því sem reynist vel. Hún segir að verðlaunaaf- hending fyrir bestu sýningar- básana sem og verðlaun til fyrirtækja og einstaklinga sem skarað hafa fram úr í grein- inni, muni eins og áður fara fram í móttöku fyrsta sýning- arkvöldið. Móttakan sem er í boði sjávarútvegsráðuneytis- ins og Kópavogsbæjar verður nú flutt aftur í Gerðarsafn í Kópavogi, eins og 2002 og 2005 en hún var síðast haldin í Turninum í Kópavogi. Fleiri VIP gestir Alls komu um 12.500 gestir frá 50 löndum á síðustu sjáv- arútvegssýningu sem þótti takast afburða vel þrátt fyrir efnahagsþreningingar sem þá voru að hefjast. Þá sýndu um 500 fyrirtæki frá liðlega 30 löndum vörur sínar og gerir Marianne ráð fyrir að minnsta kosti jafn margir taki þátt í sýningunni í ár. Meðal þeirra sem sóttu sýninguna 2008 voru 75 svokallaðir VIP gestir sem voru styrktir af að- standendum sýningarinnar til S Ý N I N G A R Mikill áhugi á Íslensku sjávarút- vegssýningunni í september Marianne Rasmussen-Coulling segir að í ljósi efnahagshrunsins komi góðar viðtökur við Íslensku sjávarútvegssýningunni þægilega á óvart. Teg: K 2.21 110 bör max 360 ltr/klst Teg: K 5.700 140 bör max 460 ltr/klst Teg: K 6.300 150 bör max 550 ltr/klst Teg: K 3.500 120 bör max 460 ltr/klst Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur Teg: K 7.400 160 bör max 600 ltr/klst Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.