Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 26
26 Þ J Ó N U S T A „Handsnúnu færarúlluna frá Málmsteypunni Hellu þekkja mjög margir frá því í gamla daga, ef svo má segja. Enda hóf fyrirtækið framleiðslu á þeim árið 1957 og framleiddi þær til fjölda ára, eða þar til rafmagnsrúllurnar komu til sögunnar, en þá færðist fram- leiðslan yfir í að steypa úr áli íhluti í Elektra handfærarúll- urnar sem þá urðu vinsælar. Þegar síðan við fundum fyrir því fyrir tveimur árum að áhugi var að aukast aftur á þessum gömlu góðu skakrúll- um, eins og sumir kalla þær, þá tókum við þráðinn upp, gerðum lítilsháttar breytingar á rúllunni og hófum fram- leiðslu á henni á nýjan leik. Og viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Meiri sala en við áttum von á,“ segir Leifur Þor- valdsson hjá Málmsteypunni Hellu í Hafnarfirði. Fyrirtækið er eitt af þeim sem fylgt hafa sjávarútvegin- um svo áratugum skiptir, með þjónustu við útgerðir, smiðjur, slippi og vélsmiðjur. Það var stofnað árið 1949 af afa Leifs og nafna og sér þriðji ættliðurinn að mestu leyti um reksturinn í dag. Eins og nafnið bendir til snýst þungi starfseminnar um málmsteypu og framleiðslu- vörurnar eru fjölbreyttar. Allt frá raflínuvörum, skiltum og skjöldum hvers konar, leiðis- krossum, upphækkunarsett- um fyrir bíla og síðan yfir í sjávarútvegstengdar vörur á borð við festipolla fyrir báta, þilfarslúgur, fiskislöngutengi og síðast en ekki síst - gömlu góðu handfærarúlluna. Fjöl- breytnin er því mikil í fram- leiðslu Málmsteypunnar Hellu. Bæði í sportið og atvinnu- mennskuna Handfærarúllan er eftirsótt í sportbátana en hún er líka valkostur fyrir þá sem ekki eru með atvinnuleyfi á bátum sínum og geta þar af leiðandi ekki verið með rafmagns- drifna færavindu um borð. Þeir sem gera út í strandveið- inni hafa séð í þessari rúllu hagkvæma leið í veiðibúnaði. „Margir atvinnumenn í smábátaútgerðinni hafa líka keypt rúllurnar hjá okkur og bætt þeim við í bátana hjá sér. Geta þannig leyft ungu kynslóðinni - eða þeirri elstu - að koma með í róður og skaka eins og í gamla daga,“ segir Leifur. Hjá Málmsteypunni Hellu eru framleiddar tvær gerðir af Hellu-handfærarúllunni, þ.e. einnar handar rúlla fyrir létt- ari drátt og síðan tveggja handa, þar sem báðar hendur eru notaðar í dráttinn. Einnar handar rúllan kostar 69 þús- und og sú stærri 89 þúsund, hvort tveggja verð með virð- isaukaskatti. „Í öllum aðalatriðum er þetta sama rúllan og við framleiddum hér hjá Málm- steypunni Hellu á sínum tíma. Málmblandan er þó önnur og betri en tíðkaðist að nota þá en við gerðum einnig lítils háttar breytingar á bremsunni frá því sem var í gamla daga. Mikill kostur er síðan hversu handhæg rúllan er og einfalt að kippa henni úr bátnum þegar hann er ekki í notkun,“ segir Leifur. Margt framleitt fyrir sjávarút- veginn Eins og áður segir eru sjávar- útvegstengdar vörur umtals- verður hluti framleiðslu Málmsteypunnar Hellu. Þar má nefna slöngutengi, stúta og flansa fyrir búnað til fiski- dælingar, bæði um borð í skipum, í höfnum og í fisk- vinnslum. Einnig framleiðir fyrirtækið stafi sem margir nota á bátum og skipum og eru þeir samþykktir af sigl- ingamálayfirvöldum. Festi- pollar fyrir smábáta eru einn- ig steyptir hjá Hellu en það er einn af þeim vöruflokkum sem fylgt hafa fyrirtækinu mjög lengi. Fyrirtækið fram- leiðir einnig margar gerðir af þilfarslúgum en þessar vörur eru bæði framleiddar fyrir innlendar og erlendar báta- smiðjur og einnig á lager hjá Málmsteypunni Hellu. „Með öðrum orðum geta smábáta- eigendur leitað hingað beint eftir þessum vörum og fengið þær með stuttum fyrirvara hjá okkur,“ segir Leifur Þorvalds- son hjá Málmsteypunni Hellu. Málmsteypan Hella: Gamla góða skakrúllan er komin aftur! Grétar Már Þorvaldsson (tv) og Leifur Þorvaldsson við skakrúlluna góðu sem nú er aftur fáanleg hjá Málmsteypunni Hellu. Myndir: LalliSig Hella er sérhæft fyrirtæki í málm- steypu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.