Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 31

Ægir - 01.03.2011, Blaðsíða 31
31 R A N N S Ó K N I R ópu. Kerfið kom ágætlega út í afkastamikilli vinnslu HB Granda og voru ker, fram- leiðslueiningar og vörubretti merkt með RFID merkjum. Þannig var hægt að sýna fram á mjög nákvæman rekjan- leika afurða. Auk þess sem hægt var að tengja aðrar upp- lýsingar, eins og t.d. hitastig frá síritum við ákveðið RFID merki eða ákveðinn vinnslu- þátt og sýna þannig fram á framleiðsluaðstæður viðkom- andi afurðar. Hitastig var les- ið af síritum með sömu hand- skönnum og RFID merkin og voru niðurstöðurnar sendar þráðlaust til kerfis sem þróað var í verkefninu sem tengdi vinnsluþætti saman og þar með örmerkjalesturinn, til að sýna fram á leið afurðar í gegnum vinnsluna. Með því að byggja kerfi á EPCIS staðlinum skapast möguleikar fyrir mismunandi aðila í virðiskeðju sjávaraf- urða á að skiptast á upplýs- ingum með sjálfvirkum hætti. Það er ljóst að tæknilausn- ir og staðlar geta aðstoðað fiskverkendur við að uppfylla lög og reglugerðir. Margskon- ar önnur not má jafnframt sjá fyrir sér af hagnýtingu þeirra. Hinsvegar verða menn að koma sér saman um hvaða útfærslu á að nota og hvernig kostnaður skiptist á milli að- ila. Rafrænu merkin eru mun ódýrari en áður og eru í dag. Það ódýr að íslensk fyrirtæki sem framleiða ker og fjölnota umbúðir þurfa að huga að því að setja varanleg RFID merki í framleiðslu sína. Enn eru skannar tiltölulega dýrir, en hafa þó verið að lækka hratt í verði á undanförnum misserum og verður væntan- lega áframhald þar á. Þá er enn óljóst hvernig tvívíð strikamerki sem skanna má með einföldum snjallsímum munu geta nýst við innleið- ingu tæknilausna, en ljóst er að þar eru ýmsir möguleikar. Höfundur er Valur Norðri Gunnlaugsson, sérfræðingur hjá Matís. Valur Norðri Gunnlaugsson. „Með því að samþætta upplýsingar um öryggi matvæla við aðrar rekjanleikaupp- lýsingar í rauntíma opnast möguleikar á að auka um leið öryggi afurða og bæta upplýsingagjöf milli aðila í virðiskeðju, sem og neytenda.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.