Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 10
ungt skáld lætur vegna einhvers óeðlis fljóta með í nýfrjálsum flaumi sínum eitt- hvað í hinum aflagða stíl, óm af fornyrðis- lagi, lögulega sonnettu eða rétta og slétta ferskeytlu, þá vekur slíkt jafnan athygli rit- dómenda sem eitthvað einkennilegt í sjálfu sér. Smáskrítin tilraun sem að sjálfsögðu drepur á dreif því sem skáldið orðaði svo vel í hinum Ijóðunum og ætti umfram allt að láta eiga sig. Rím og stuðlar hefta nefni- lega hugsunina svo mikið og bjóða heim stórhættulegri og óviðráðanlegri sjálf- virkni. Áður en skáldið veit af kann það að hafa misst tökin á lífi sínu og ljóði og sogast ofan í forarpytt hinnar varhugaverðu og andstyggilegu hagmælsku. Nei, því verður þess vegna varla haldið fram í fullri alvöru að á okkar frelsistímum sé það sérlega brýnt eða þarft að ung skáld fari að leggja eyrun við einhverju afdönkuðu háttatali. Nú er ég að vísu sjálfur á þeirri skoðun að hinn háttbundni bragur eigi eftir að fá sinn renessans aftur og aftur á komandi áratug- um og öldum, og eigi eftir að lifa blóma- og hnignunarskeið innan um og saman við hefðbundinn (sem hann þá verður orðinn) nýfrjálsan kveðskap, en um það ætla ég ekki að fjalla hér, heldur hitt hvort það sé virkilega rétt að sá kveðskapur sem stund- um er kallaður formleysa hafi ekkert með brag og bragfræði að gera. Hér er að mörgu að hyggja og líklega best að byrja á því að staldra við sjálft nafnið sem þarna heyrðist um fyrirbærið: Form- leysa, það er auðvitað rangt að nota slíkt orð. Ég ætla ekki að hætta mér langt út í pælingar um efni og form og þeirra sam- búðarhætti fyrr og síðar, en auðvitað er það svo, að allur kveðskapur hlýtur að hafa eitthvert form, hvort sem það er strangt eða laust. Menn geta haft þá skoðun eftir atvik- um að formið sé ljótt, vont, ófullkomið eða gallað en form hlýtur það samt að vera. Stundum er greint á milli þessara tveggja kveðskaparaðferða með því að tala um bundið form ljóða og óbundið, en slíkt orðalag er heldur ekki alls kostar heppilegt þar sem það rekur fleyg á milli þeirra, færir í raun annað kveðskaparformið yfir í deild með prósa, sem venjan er að kalla óbundið mál til aðgreiningar frá bundnu máli sem yrði þá líklega að skiptast í bundið bundið mál og óbundið bundið mál. Reyndar minn- ist ég þess að hafa heyrt Thor Vilhjálmsson andmæla þessari aðgreiningu og segja sem svo að hann líti a.m.k. ekki á sinn eigin prósa sem óbundið mál. Fyrir honum séu allar bókmenntir sem standa undir nafni bundið mál. Og maður þarf ekki að lesa margar blaðsíður af myndríkum og rytmískum prósa Thors til að skilja það viðhorf hans. Samt held ég fáum detti í hug að kalla skáldsögur hans ljóðabækur. Ríkjandi Ijóðform er venjulega talið af- leiðing af áðurnefndri formbyltingu og þegar um hana er rætt er hin slappa sjálf- virka fjölmiðlamálvenja orðin sú að kenna hana við Stein Steinarr, en raunar er það alveg út í hött að eigna honum þá formbylt- ingu sem fólst í brottfalli ríms og stuðla. Svo til öll ljóð Steins eru mjög háttbundin, eins og Kristján Karlsson undirstrikar rétti- lega í upphafi formála síns að Kvœðasafni Steins 1964. Og í viðtali við Morgunblaðið í apríl 1957 segir Steinn sjálfur um Tímann og vatnið: ,,Hvað viðvíkur hinu ytra formi þessara ljóða, vil ég gjama taka það fram, að það er á engan hátt byltingarkennt. Það er í langflestum tilfellum skilgetið afkvæmi þeirrar gömlu og góðu klassísku terzínu, sem ég hélt, að allir könnuðust við.“ 8 TMM 1993:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.