Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 28
sem er klúðurslegt og þokukennt. Stundum er setningabyggingin svo ljót að varla er hægt að trúa því að sé tilviljun. í lokin er svo viðleitnin til að draga efnið saman í trúarlega niðurstöðu um almættið og sem er allgóð í sjálfri sér en víðsfjarri því að höndla þá lífssýn sem kemur fram í bókinni. Heitið Siglíng vísar óljóst til siglingarinn- ar í gegnum lífið, tel ég og er skýringin ekki langsótt. Sjálf er sagan öðrum þræði um lífsleit manns að mannlegum verðmætum. Þau eru þegar fundin í upphafi sögu, af góðfúsum útlendingi sem býður sögumanni í Indlandsreisuna af góðum efnum. Sá sem boðið þiggur er hins vegar ekkert annað en auralaust skáld sem engin sjáanleg tengsl hefur við mannkynið eða tilveruna yfirleitt önnur en að það verður að þrífast með ein- hverjum hætti og vill yrkja. Sagan leggur þegar á flótta frá sjálfri sér í upphafi, eink- um kemurþað fram í tvístruðu málfarinu og lýsingu á því eymdarástandi sem er á skáld- inu við þau félagslegu kjör sem því eru búin. Framgangur er mjög í þeim taugabil- aða anda sem einkennir sum eldri skrif Steinars, skilyrðin liggja fyrir í upphafi til að persónugera ragmennsku sem Steinar kemur aftur og aftur að í ritum sínum. Sögu- maður er raggeit, því verður ekki neitað, og manni gremst við lesturinn hversu illa dulið persónulegt ástand höfundar sjálfs er með- an á skrifunum stendur. Lesandinn kennir þess berlega að hann tekst á við angist sína. Þannig er sagan á mörkum þess að vera óuppbyggilegur hugarspuni og fullunnið skáldverk. Sögumaður hefur farið í slóð velgerðarmanns síns þegar kemur að meg- inefni sögunnar, og er á heimleið; næst liggur fyrir að ætla siglinguna uppgjör við lífssýn velgerðarmannsins. Meðal farþega á heimsiglingunni eru per- sónur sem heita mega hinar sömu og í hin- um síðar tilkomnu verkum Steinars Síngan /?z"(1986) og Sáðmönnum (1989) og kann- ski í fleiri verkum hans, hvað veit ég? Þetta forstokkaða fólk, það veður elginn um hreint ekkert, reiðulaust óreglufólk sem rottar sig saman og finnur sig í þessu lokaða samneytí en virðist óhæft til að setja mark sitt á nokkuð sem ber fyrir það á lífsleiðinni. A skipinu verður sögumaður ástfanginn á gamalrómantískan máta en dæmigert fyrir Steinar reynist sögumaður svo ragur við að gera eitthvað úr málum að ekkert verður úr ástarhjali hans þrátt fyrir góðan vilja kon- unnar. Hún er legin nálega fyrir augum hans og er slíkt afhroð einnig dæmigert fyrir höfundinn. Þegar langt er komið í bókinni hefur lesandinn sannfærst um að vonleysið er lífssýn þessarar sögu sem fylgt hafi sögu- manni allan tímann og er ytri aðstæðum að miklu leyti óviðkomandi. Ekkert nema tilfinningar skilar sér í verk- inu. Tilfinningar um að ekkert geti gengið upp. Að lífið og tilveran eigi ekki samleið heldur séu í öllum atriðum ólík og verði því að deyfa sig eða dulbúa til að þreyja af lífssiglinguna. Hér er um mikla einangrun að ræða. Einangrun hugarfars sem kýs and- legri veginn en takmarkar sýn sína þó við augnablikið, kenndir þess og tilfinningar, hefur ekkert uppbyggilegra við að vera en þær og reynist því ekki eiga samleið með öðrum mönnum en lausingjum og ræflum. Við vitum báðir að þessi voru lífskjör Stein- ars og það með að hann reyndi að gæða þessi kjör almennari merkingu með skrif- um sínum. Hann flæktist víða og víst er að sjálfur fór hann í Indlandsferð af sama til- efni og sögumaður Siglíngar. Það kemur málinu ekki við hvort eymdarkarakterinn sem af segir í sögunni sé hann sjálfur eða 4 26 TMM 1993:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.