Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 113
(írónía) á að greina Töfrafjallið frá skáldsagna- hefðinni, m. a. að dómi Manns sjálfs, sem þótt- ist eiga það sammerkt við James Joyce. Háð er bara allt of algengt fyrirbæri til þess að teljast sérkenni bókmenntastefnu. Það var t.d. megin- straumur í rómantík á öndverðri 19. öld. Og síst eru önnureinkenni sem Astráðurtelur(bls. 189) sterkari tengsl við módernisma; svo sem marg- vísleg beiting á sögutíma, og að sjúkdómar hafi táknræna merkingu, en sagan gerist á heilsu- hæli. Það er algengt í skáldsagnahefðinni, að saga gerist í slíkum smáheimi utan samfélagsins (gjarnan á lystiskipi, eða sumardvalarstað, o.s.frv.), einnig hitt, að sviplítil söguhetja standi í togstreitu milli fulltrúa andstæðra hugmynda- kerfa. Enda ályktar Astráður að lokum (bls. 190) að sagan standi nær hversdagslegu um- hverfí eða regluböndum (,,our normative world“) en kastalahæð Kafka (í Höllinní). Ást- ráður rekur ennfremur að Frú Bovary eftir Flau- bert (1856) hafi bæði verið kölluð ein helsta skáldsaga 19. aldar skv. hefðinni (,,realist“), og brautryðjandi módemismans í skáldsagnagerð. Hér þyrfti augljóslega að reyna að skera úr, með því að bera saman þau rök sem færð hafa verið fyrir andstæðum túlkunum. En Ástráður lætur sér nægja að tilfæra þessar skoðanir sem dæmi um sjálfstæði túlkunaraðferða. Einnig rekur hann þau rök fyrir þeirri síðartöldu, að sagan sé módern, að hún sé skrifuð í stíl sem reyni að fjarlægja hana mjög umfjöllunarefni hennar. Það er að vísu áberandi í módernum verkum, en þó eru þetta öldungis ónóg rök. Módernistar mega margt hafa sótt til Flaubert, en eins og J. Culler rekur í þeirri góðu bók sem Ástráður vitnar til (Flaubert. The Uses of Uncertainty, Comell 1985, bls. 134—135), stendurhann ótví- rætt innan skáldsagnahefðarinnar gegn mód- ernismanum. Hann hefur skýrt mótaðar persónur, umhverfíslýsingar og söguþráð. Það er því í meira lagi villandi af Ástráði (bls. 190- 191) að segja Culler ganga manna lengst í að túlka Flaubert sem módernista. IV Það er ekki hægt að gína yfir öllu í einni bók, þessi heldur sig á eðlilegan hátt innan sinna tilgreindu marka. Ennfremur er framantalin jarðbundnari umfjöllun aðgengileg á söfnum. Þá er þeim mun meiri ástæða til að fagna bók Ástráðs. Gildi hennar finnst mér mest vera í gagnrýninni, að sýna fram á mótsagnir og firrur í þeim villta gróðri allskonar kenninga um módernismann, sem nsa upp aftur og aftur. Þær berast stöðugt til Islands í einni eða annarri mynd, og því vil ég nú endurtaka áskorun mína til höfundar, sem ég bar fram við hann fyrir rúmum tveimur árum, að hann komi bókinni út á íslensku. Vissulega hlyti bókin að breytast eitthvað við það að beinast til íslensks almenn- ings í stað bandarískra háskólamanna í bók- menntafræði. En þar með er bara sagt, að hún gæfi íslenskum almenningi þá kost á að nálgast téða háskólamenn á því sviði. Slík umfjöllun á íslensku auðgar íslenskt mál og menningu. Ein- hverjir munu telja að þeir sem áhuga hafi á slíkri bókmenntafræði geti vel lesið hana á ensku. En það hefur sýnt sig í vetur, að þeir sem helst hafa vitnað til þessarar bókar, hafa greinilega ekki lesið hana (þar á ég við ritdóma um fyrrnefnda bók mína, Kóralforspil hafsins). I þessari umfjöllun hefi ég ekki fylgt kaflaröð bókarinnar, og ég held að það yrði til bóta að breyta henni, setja fyrri hluta 5. kafla einna fremst, því skáldsagnahefðin ereðlileg viðmið- un ritið í gegn. Bagalegt er að blaðsíðutal skuli vanta í millivísunum. Þessi ritdómur kemur með tveggja ára seink- un, sem ber að harma, en þar er ekki við mig að sakast. Eg fékk hann að verkefni í janúar sl. I I I TMM 1993:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.