Lögmannablaðið - 01.03.2006, Page 11

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Page 11
veglegs kvöldverðar í Circle Munster sem er skemmtilegt veitingahús stað- sett ofan í gilinu sem Lúxemborg er byggð við. Allir starfsmenn dómstóls- ins, um 20 manns auk maka, voru í þessu boði þannig að lögmönnum gafst tækifæri til að kynnast enn frek- ar störfum dómstólsins og starfs- mönnum hans. Ferðin stóð í alls þrjá daga, frá sunnu- degi til miðvikudags, en auk þess að hlusta á málflutninginn fór hópurinn í heimsókn í höfuðstöðvar Lands- bankans í Lúxemborg en þar starfa um 70 manns við að ávaxta milljónir evra. Bankastjóri þar er Gunnar Thor- oddsen lögfræðingur og kynnti hann umfangsmikla starfssemi bankans, sem hefur vaxið hratt á sl. tveimur árum. Bankinn bauð síðan lögmönn- um til glæsilegs hófs. Að morgni miðvikudags var haldið heim til Íslands og ég vil þakka félag- inu fyrir vel heppnaða og skipulagða ferð sem og EFTA-dómstólnum fyrir góðar móttökur. LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 > 11 F.v. Helga Melkorka Óttarsdóttir, Stefanía Gissurardóttir, Guðrún Margrét Árnadóttir og Þorgeir Örlygsson. Að loknum málflutningi hlýddu lögmenn á kynn- ingu á starfsemi EFTA-dómstólsins. Greinarhöfundur, Jón R. Pálsson, ásamt Stefaníu Gissurardóttur í veislu EFTA- dómstólsins.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.