Lögmannablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 13

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 13
Íriti þessu er fjallað um Mannréttinda-sáttmála Evrópu, réttindin sem hannverndar og dómaframkvæmd Mann- réttindadómstóls Evrópu. Samhliða er því lýst hvernig áhrif sáttmálans birtast í ís- lenskum rétti og hvernig réttindi hans eru tryggð með hliðsjón af ákvæðum stjórnarskrárinnar, annarri löggjöf og ís- lenskri laga-framkvæmd. Auk þess er fjallað um úrlausnir Mannréttindanefndar- innar og Mannréttindadómstólsins í kærumálum gegn íslenska ríkinu. Ritið hefur þannig íslenskt sjónarhorn og því sérstakt hagnýtt gildi fyrir íslenska lög- fræðinga. Í ritinu er einnig umfjöllun um túlkunaraðferðir Mannréttindadómstóls- ins við úrlausn mála, lýst er reglum um skilyrði þess að kæra verði tekin til með- ferðar fyrir dómstólnum og meðferð kærumála fyrir honum. Bókin er afrakstur samstarfs þar sem fræðimenn lagadeilda Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík leggja saman krafta sína auk annarra sérfræðinga um mann- réttindi. Höfundar efnis eru: Björg Thorarensen, Davíð Þór Björgvinsson, Eiríkur Tómas-son, Elín Blöndal, Guðrún Gauksdóttir, Hjördís Björk Hákonardóttir, Oddný Mjöll Arnardóttir, Páll Þórhallsson, Ragnar Aðalsteinsson, Ragnheiður Elfa Þor- steinsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Róbert R. Spanó. Mannréttindasáttmáli Evrópu

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.