Lögmannablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 15

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 15
EFTA sent bréf og veittur sameigin- legur tveggja mánaða frestur til að skila greinargerðum til dómstólsins. Greinargerðirnar eru oft ítarlegar og vísað er rækilega til dómafordæma og fræðirita. Stefán Geir: Maður undirbýr sig svip- að og fyrir málflutning fyrir dómstól- um hér á landi. Ég hef ýmist samið ræðuna á íslensku og látið þýða hana eða samið ræðuna beint á ensku. Óttar: Það er gagnlegt að þekkja til dómaframkvæmdar Evrópudómstóls- ins vegna þess að EFTA-dómstóllinn hefur í flestu fylgt fyrirmynd hans. Uppbygging dóma er ávallt hin sama, notað er ákveðið orðalag svo dæmi sé tekið. Þetta er ekki endilega sambæri- legt við það sem við eigum að venjast hér. Annað sem er frábrugðið íslensku réttarfari er að í málflutningi fyrir EFTA-dómstólnum er meiri áhersla lögð á skriflegan málflutning en munnlegan. Stefán Geir: Það sem er líka verulega ólíkt er að málsaðilar fá innlegg í mál- ið frá hlutlausum sérfræðingum, bæði greinargerð frá Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn ESB, en það eru hlutlausir sérfræðingar sem hafa samið þær. Er munnlegi málflutningurinn þá andsvar við það sem hefur komið hjá öðrum? Stefán Geir: Munnlegi málflutning- urinn er ekki endilega andsvar. Menn geta útfært nánar ákveðna hluti sem þeir vilja koma á framfæri. Skriflegi málflutningurinn hefur meira vægi heldur en sá munnlegi enda eru þá komnar skriflegar greinargerðir hlut- lausra sérfræðinga. Óskar: Maður hefur ekki séð greinar- gerðir hinna þegar maður leggur sína greinargerð fram. Því er munnlegi málflutningurinn eina tækifærið til að bregðast við greinargerðum og ræðum hinna. Eru vitnaleiðslur fyrir dómstólnum? Stefán Geir: Þær eru mögulegar en ég hef ekki upplifað þær ennþá og þær eru sjaldgæfar. Sönnunargögn, eins og vitnaleiðslur, geta skipt máli og leitt mál í annan farveg. Við Óskar vorum einmitt með mál fyrir stuttu, þar sem ég taldi að vitnaskýrslur hefðu getað skipt máli, en ég fékk synjun hjá Hæstarétti. Bæði EFTA-dómstóllinn og Evrópudómstóllinn eru með miklu rýmri og opnari heimildir til að hafa frumkvæði að því að afla gagna og upplýsa mál en dómstólar eru með hér á landi. Óttar: Það fer eftir málum en þegar við erum að tala um ráðgefandi álit þá einskorðast málflutningur við túlkun EES-samningsins. Atvikalýsingin, að því marki sem hún er nauðsynleg, er sett fram af hálfu þess dómstóls sem leitar álits. Eðli málsins samkvæmt munu vitnaleiðslur því sjaldnast eða aldrei eiga við í svona málum. Hvernig er með spurningar dómara? Óskar: Stuttu fyrir munnlegan mál- flutning funda dómarar með þeim lögmönnum þeim sem flytja málið og kynna fyrirkomulag málflutningsins. Á slíkum fundi geta komið fram upplýsingar um þær spurningar sem dómurinn hefur áhuga á að fá svör við, við munnlegan flutning málsins. Spurningar frá dómurum geta komið fram meðan á ræðum stendur en einnig er gert ráð fyrir spurningum dómara eftir fyrri ræður lögmanna. Stefán Geir: Ég veit þess dæmi að dómstóllinn hafi sent langan spurn- ingalista til aðila með góðum fyrirvara og beðið þá um að vera reiðubúna að svara þeim. LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 > 15 Óskar Thorarensen. Óttar Pálsson.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.