Lögmannablaðið - 01.03.2006, Page 33

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Page 33
Árshátíð LMFÍ er á næsta leiti og að þessu sinni er brydd- að upp á ýmsum nýjungum. Má nefna að Skari Skrípó verður veislustjóri en ekki þótti annað hægt en að fá „fag- mann“ eftir að Ingi Tryggvason gekk svo eftirminnilega frá árshátíðargestum á síðasta ári. Hátíðin verður að þessu sinni haldin á Hótel Borg og í stað heimateita verður kokt- eill í boði Landsbanka Íslands. Mörður lögmaður nýtur almennt hylli meðal lögmanna þótt hann hafi ekki enn hlotið þann heiðurssess að teljast stjörnulögmaður enda hingað til reynt að falla sem mest í hópinn. Hann mun nú í fyrsta sinn birtast í eigin persónu þar sem annáll lögmanna verður í hans höndum á árshátíð- inni auk þess sem hann ætlar að sjá um verðlaunaafhend- ingu vegna fótboltamóts sem haldið er daginn fyrir árshá- tíð. LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 > 33 Fréttir frá félagsdeild Eyrún Ingadóttir Hvannadalshnjúkur Það styttist óðum í ferð LMFÍ á Hvannadalshnjúk en hóp- ur á vegum félagsins fór í æfingargöngu upp á Esju laugar- daginn 25. febrúar síðastliðinn. Ætlunin er að fara svo á sjálfan hnjúkinn helgina 12.-14. maí. Um 55 manns hafa skráð sig í ferðina en lögmönnum er frjálst að taka með fjölskyldu og vini. Ferðafélag Íslands ætlar að leigja okkur þau verkfæri sem við þurfum á að halda; ísaxir, brodda, klifurbelti og karabínur. Svo er bara eins gott að hafa þetta svona: Nú skal toppinn stefna á og stöðva líf með tossum. Æfa, þjálfa, sprikl´ og spá í vöðvastinnum bossum. Námsferð til San Francisco Félagsdeild er byrjuð að undirbúa námsferð félagsins í haust. Ákveðið hefur verið að heimsækja San Francisco og Á síðasta ári létu starfsmenn LMFÍ snyrta hár sitt og skegg fyrir hátíðina, límdu á sig gervineglur, lituðu hárið, fóru í húðhreinsun, brjóstastækkun, fitusog og söngtíma. Hvað þeir eru að fást við þessa dagana verður ekki upplýst en gera má ráð fyrir að þeir fari í sitt fínasta púss eins og venja er til. Árshátíðarnefnd ábúðarfull á svip enda í því vandasama hlutverki að vera með skemmtilegustu lögmönnum! Frá vinstri: Viðar Lúðvíksson, Eggert Páll Ólafsson, Anna Ragn- hildur Halldórsdóttir, Einar Karl Hallvarðsson, Smári Hilm- arsson, Ólafur Arinbjörn Sigurðsson, Hjördís Halldórsdóttir og Hildur Friðleifsdóttir. Laugardaginn 25. febrúar hélt hópur á vegum LMFÍ í æfing- argöngu upp á Esjuna.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.