Lögmannablaðið - 01.03.2006, Page 40

Lögmannablaðið - 01.03.2006, Page 40
40 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2006 Lögmenn, sem mætt hafa á aðalfund Lögmannafélags Íslands, kannast við það árlega verkefni aðalfundar að kjósa fimm lögmenn til setu í laga- nefnd félagsins. Umræða um hlutverk og störf laganefndar, eða afstöðu nefndarinnar í einstökum málum, hefur ekki farið hátt undanfarin ár. Á því kann að verða breyting á næstu misserum því ákvörðun hefur verið tekin um að gera umsagnir laganefnd- ar aðgengilegar fyrir félagsmenn og aðra, sem áhuga kunna að hafa, í gegnum heimasíðu félagsins. Einnig er ætlunin að fjalla um umsagnir laga- nefndar í áhugaverðum málum á síð- um Lögmannablaðsins hverju sinni. Lögmenn hafa skyldum að gegna Störf lögmanna eru yfirgripsmikil, annasöm og krefjandi eins og allir lög- menn þekkja. Flestir lögmenn eiga fullt í fangi með að sinna þeim málum sem á borði þeirra eru hverju sinni og fræðilegur áhugi þeirra verður oft undan að láta í annríki hversdagsins. Engu að síður er mikilvægt fyrir okk- ur, sem sérfræðinga á okkar sviði og lögmannsstéttina í heild, að fulltrúar okkar geri sig gildandi í opinberri og faglegri umræðu um lögfræðileg álita- efni hvort heldur sem er persónulega eða í nafni Lögmannafélags Íslands. Lögmenn gegna mikilvægu hlutverki í réttarríki. Það er skylda lögmanna, og félagsskapar þeirra, að fylgjast með og benda á annmarka sem kunna að vera á löggjöf og réttarframkvæmd á hverj- um tíma og standa að öðru leyti vörð um grundvallarréttindi borgaranna. Það er þó álitamál hversu langt á að ganga í því efni. Það er á þessu sviði sem laganefnd Lögmannafélags Ís- lands hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Hlutverk laganefndar Laganefnd er fagleg og óháð nefnd og viðfangsefni hennar er skoðun á lög- um, lagasetningu, lagatúlkun og laga- samræmingu á öllum sviðum lögfræð- innar. Nefndin kemur fram út á við, einkum gagnvart Alþingi og ráðu- neytum stjórnarráðsins, fyrir hönd Lögmannafélags Íslands. Af þeim ástæðum er mikilvægt að til setu í nefndinni veljist hæfir lögmenn með yfirgripsmikla faglega þekkingu og reynslu á sem flestum réttarsviðum. Hlutverk laganefndar er, eins og nafn nefndarinnar gefur til kynna, að fylgj- ast með lögum, lagaframkvæmd og lagafrumvörpum frá Alþingi og gefa umsagnir um þau. Nefndin skal starfa að málum að eigin frumkvæði en jafn- framt getur stjórn félagsins leitað um- sagna hennar um einstök mál, ef henta þykir. Störf laganefndar Í dag berast laganefnd erindi með tvennum hætti. Annars vegar frá utan- Laganefnd gegnir mikilvægu hlutverki Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. formaður laganefndar LMFÍ Laganefnd ásamt framkvæmdastjóra LMFÍ: f.v. Ingimar Ingason, Eva Bryndís Helgadóttir, Jóhannes Rúnar Jóhannsson, Ása Ólafsdóttir og Óttar Pálsson. Á myndina vantar Birgi Má Ragnarsson.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.