Þjóðmál - 01.03.2009, Side 6

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 6
4 Þjóðmál VoR 2009 Allt þetta þurfum við að horfast í augu við – og gera upp þegar runninn er af okkur móðurinn. En þótt okkar vandi sé einstakur að því leyti hve sterkum tökum áhættusæknir fjármálafurstar náðu á öllu þjóðlífinu er, sem fyrr segir, í grundvallar­ atriðum um alþjóðlegan vanda að ræða. Heimsbyggðin öll mun þurfa að glíma við afleiðingarnar af hrunadansinum í mörg ár. Hvað sem líður tískusveiflum verður ekki undan boðorðunum tíu vikist. Það kemur mönnum í koll í viðskiptum sem öðru ef þeir víkja af braut dyggðarinnar og hafa ekki hemil á fýsnum sínum. Viðskiptalífið er ekki undanskilið almennum siðferðislög­ mál um. Þess er hollt að minnast að á sínum tíma skrifaði höfuð postuli kapítal ismans, Adam Smith, jöfnum höndum um siðfræði og markaðs búskap. Það kann ekki góðri lukku að stýra að eyða um efni fram. Og það er ekki affarasælt að steypa sér í skuldir. Þetta á jafnt við um þjóðir og einstaklinga. Undirrót fjármála­ kreppunnar má einmitt rekja til ójafnvægis af þessu tagi – gríðarlegrar skuldasöfnunar og eyðslu í skjóli verðbólu á húsnæðis­ og verðbréfamarkaði. Vonandi nær þjóðin áttum fyrr en seinna. Atvinnulífið þolir ekki langvar­ andi vinstri stjórn. Við eðlilegar aðstæður myndi flestum blöskra úrræða leysi og geðþótta ákvarðanir núverandi minni hluta­ stjórnar. En því miður benda skoðana­ kannanir til þess að trumbu sláttur mótmæl­ end anna á Austurvelli glymji enn í höfðinu á landsmönnum. Þeir sem halda vinnunni geta flestir borg­ að af lánum sínum. Það skiptir því mestu fyrir fjárhag heimilanna við núverandi aðstæður að atvinnuleysi verði sem minnst. Ráðið við því er ekki að búa til óarðbær störf á vegum ríkisins, heldur að treysta grund­ völl atvinnulífsins og skapa því forsendur til að vaxa og dafna upp á eigin spýtur. * Með þessu hefti hefst fimmti árgangur Þjóðmála. Íslensk tímarit af þessu tagi hafa ekki orðið langlíf. Skemmst er að minnast tímaritsins Herðubreiðar sem samfylkingarfólk stofnaði til höfuðs Þjóð­ málum, að sagt var. Það náði því ekki að lifa árið. Rétt eins og Þjóðviljinn leið undir lok við fall Sovétríkjanna hætti Herðubreið að koma út við fall FL Group og Baugsveldis­ ins. Það er athyglisverð stað reynd að á þessu tæpa ári sem Herðubreið tórði fékk hún mun meiri kynningu í fjölmiðlum en Þjóðmál hafa fengið þau fjögur ár sem þau hafa komið út. Það brást til dæmis ekki að í hvert sinn sem nýtt hefti af Herðubreið kom út var ritstjóri þess mættur í Kastljós og alla hina kjaftaþættina að kynna rit sitt. Aldrei hefur ritstjóra Þjóðmála staðið slíkt til boða. Og nú er svo komið að Fréttablaðið og Morgunblaðið þegja þunnu hljóði um útkomu nýrra hefta af Þjóðmálum þótt þau segi skilmerkilega frá efni allra ann­ arra tímarita af svipuðum toga, ekki síst Tíma rits Máls og menningar sem er í miklu uppá haldi hjá menningardeildum þessara blaða. Svona er vinstri slag síðan hressileg á íslenskum fjölmiðlum. En það er ánægjulegt að segja frá því á tímum hinnar miklu vinstri sveiflu í íslenskum stjórn málum að litla hægri­tímaritið, sem vinstri mennirnir á fjöl miðlunum keppast við að reyna að þegja í hel, vex og dafnar með hverju nýju hefti en vinstri­tímaritið, sem fjöl miðlafólkið hamp ­ aði blygðunarlaust, lagði upp laupana und ir eins og það gat ekki lengur reitt sig á aug lýs­ ingar/styrktarfé frá fjárglæfrafyrirtækjum. Að svo mæltu óska ég lesend um gleði­legra páska.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.