Þjóðmál - 01.03.2009, Side 7

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 7
 Þjóðmál VOR 2009 5 Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Pólitískir umbrotatímar Stjórnmálaatburðir síðustu vikna hafa verið af því tagi, að við höfum ekki reynt aðra eins síðan á níunda áratug síðustu aldar . Við þáttaskilin við myndun ríkisstjórnar undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur sunnu daginn 1 . febrúar 2009 urðu ekki aðeins tíma mót í stjórnmálasögunni heldur einnig stjórn lagasögunni . Ólafur Ragnar Grímsson hafði að engu reglu forvera sinna í forsetaembættinu, að veita ekki umboð til að mynda minnihluta­ stjórn, fyrr en reynt hefði verið til þrautar að koma á laggirnar meirihlutastjórn . Engrar viðleitni gætti hjá Ólafi Ragnari til að virða þingræðisregluna . Hann gekk beint til þess verks, eftir að Geir H . Haarde hafði beðist lausnar mánudaginn 26 . janúar, og hóf viðræður við forystumenn vinstri flokkanna um minnihlutastjórn . Lögð voru á ráðin um samvinnu Samfylkingar og vinstri/grænna með loforði framsóknarmanna um að verja stjórnina vantrausti . Um hádegisbil þriðjudaginn 27 . janúar kynnti Ólafur Ragnar, að hann hefði falið Ingi björgu Sólrúnu Gísladóttur umboð til stjórn ar myndunar í samvinnu við Steingrím J . Sigfússon . Vænta mætti skilnings á þessu frá framsóknarmönnum og frjálslyndum . Þá yrðu tveir utan þings í hópi ráðherra . Stjórn af þessu tagi væri ígildi þjóðstjórnar! Af myndum frá Bessastöðum, þegar Ólafur Ragnar kynnti þessa ákvörðun sína, mátti auðveldlega ráða, að Ingibjörg Sólrún gekk ekki heil til skógar . Hún sagðist vilja yfirgefa það, sem hún kallaði málfund, þegar Ólafur Ragnar tók að ræða við fjöl­ miðlamenn, að hann hefði farið með rétt mál, þegar hann sagði ranglega, að forsætisráðherra í starfsstjórn gæti ekki gert tillögu um þingrof . Á einum sólarhring braut Ólafur Ragnar tvær stjórnlagahefðir: Að minnihlutastjórn­ ar myndun skyldi aðeins reynd, ef ekki væri unnt að mynda meirihlutastjórn . Að fullyrða, að forsætisráðherra í starfsstjórn gæti ekki gert tillögu um þingrof . Á 105 ára afmælisdegi stjórnarráðsins eða um hádegisbil sunnudaginn 1 . febrúar gekk Ingibjörg Sólrún á fund Ólafs Ragnars á Bessastöðum, afhenti honum umboðið,

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.