Þjóðmál - 01.03.2009, Side 8

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 8
6 Þjóðmál VOR 2009 hún treysti sér ekki til að mynda ríkis­ stjórn . Ólafur Ragnar fól strax Jóhönnu Sigurðar dóttur umboðið og myndaði hún samdægurs minni hlutastjórn með Stein­ grími J . og tveimur ut an þingsmönnum en fram sóknarmenn hétu að verja stjórnina vantrausti . Vorum við ráðherrar í fráfarandi ríkis­ stjórn boðaðir til ríkisráðsfundar á Bessa­ stöð um klukkan 17 .00 þennan sunnudag og klukkan 19 .00 afhenti ég Rögnu Árna­ dóttur, sem verið hafði skrifstofustjóri í dóms­ og kirkjumálaráðuneytinu ráðherra­ tíma minn þar frá 2003, lyklana að ráðuneytinu og ráðherraskrifstofunni, en Ragna var valin annar utanþingsmanna í ríkisstjórnina . Hinn var Gylfi Magnússon úr hagfræðideild Háskóla Íslands . II . Okkur sjálfstæðismönnum kom í opna skjöldu, þegar Ingibjörg Sólrún sagði í útvarpsþætti laugardaginn 13 . desember, að leiðir Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks kynni að skilja í ríkisstjórn, ef sjálfstæðis­ menn tækju ekki upp nýja Evrópustefnu á landsfundi sínum, sem þá hafði verið boðaður 29 . janúar 2009 . Hún sagði flokka með ólíka stefnu í peningamálum ekki geta starfað saman . Sjálfstæðisflokkurinn hafði ákveðið hinn 14 . nóvember 2008, þegar landsfundi flokks­ ins var flýtt og hann boðaður í lok janúar 2009, að taka Evrópumálin til sérstakrar skoðunar og ákvörðunar á landsfundinum og var því í miðju umræðuferli, þegar Ingibjörg Sólrún setti flokknum þessa kosti . Atburðarás innan Sjálfstæðisflokksins tók óvænta stefnu föstudaginn 23 . janúar 2009, þegar miðstjórn og þingflokkur sjálf stæðismanna komu saman í hádegi til að ræða væntanlegan landsfund . Geir H . Haarde gerði grein fyrir því, að staðan í stjórnmálum væri á þann veg, að hann teldi öll rök hníga að því að boða til kosninga annan laugardag í maí, hinn venjulega kjör­ dag hin síðari ár, að þessu sinni 9 . maí . Í ljósi þessa væri skynsamlegt að fresta landsfundi flokksins til síðustu helgarinnar í mars . Fyrir utan þessi stjórnmálarök væri annað persónulegra, sem mælti með frestun landsfundarins, það er að hann hefði þriðjudaginn 20 . janúar greinst með krabbamein í vélinda og yrði að ganga undir aðgerð erlendis um aðra helgi, það er fyrirhugaða landsfundarhelgi . Þetta hefði komið í ljós við reglulega skoðun lækna . Hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundinum . Sama dag og Geir skýrði miðstjórn sinni og þingflokki frá þessu, sneri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heim frá Stokkhólmi, þar sem hún hafði verið til lækninga vegna heilaæxlis . Sunnudaginn 25 . febrúar gengu þau Ingi björg Sólrún og Össur Skarphéðins ­ son fyr ir hönd Samfylkingarinnar á fund þeirra Geirs og Þorgerðar Katrínar Gunnars dóttur, varaformanns Sjálf stæðis­ flokks ins, á heimili Geirs . Var rætt um stjórnarsamstarfið og það, sem þau Össur nefndu „verkstjórn“ í ríkisstjórninni, það er forsætisráð herra em bættið, en Sam fylk­ ing in vildi, að Geir léti af verkstjórninni . Hann bauðst til að víkja og Þorgerður Katrín tæki við embætti forsætis ráðherra . Það vildu þau Ingibjörg Sólrún og Össur ekki en létu að því liggja, að einhver utan þings yrði kallaður til að leiða ríkisstjórnina . Sjónvarpsmenn sátu um heimili Geirs þennan dag og fluttu fréttir af manna ferð­ um . Var sýnt þegar Össur leiddi Ingibjörgu Sól rúnu á brott eftir fyrri fund þeirra, en þau hittu Geir og Þorgerði Katrínu tvisvar þennan dag . Engum, sem fylgdist með þessum fréttum, gat dulist, að Ingibjörg Sólrún glímdi við erfið veikindi .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.