Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 9

Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 9
 Þjóðmál VOR 2009 7 Að morgni mánudags 26 . febrúar komu þing flokkar sjálfstæðismanna og Samfylkingar saman hvor til síns fundar . Lauk funda höldum um hádegisbil . Hlust­ uðu sjálf stæðis menn í þingflokksherbergi sínu á Ingibjörgu Sólrúnu lýsa yfir því í beinni fréttasendingu, að hún vildi, að Geir viki úr embætti forsætisráðherra og vissu þeir þá, að stjórnarsamstarfinu væri lokið og staðfesti Geir það eftir stuttan fund með Ingibjörgu Sólrúnu í þinghúsinu . Geir sagði við fjölmiðlamenn, að hann liti á Samfylkinguna sem flokk „í tætlum“ og þess vegna væri til einskis að starfa með honum . Geir H . Haarde taldi, að hann gæti treyst Ingibjörgu Sólrúnu í samstarfi þeirra . Hann lét þau orð falla oftar en einu sinni, að allt annað væri fyrir sig að standa að stjórnarsamstarfinu, þegar Ingibjög Sólrún væri til taks . Hún veiktist hins vegar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í þann mund, sem bankahrunið hófst og sinnti stjórnmálastörfum eftir það meira af vilja en mætti . III . Þegar litið er til baka er líklegt, að Össur Skarphéðinsson og félagar hans innan Samfylkingarinnar hafi viljað knýja fram breytingar á ríkisstjórninni við fyrsta tækifæri, eftir að Ingibjörg Sólrún sneri aftur frá Stokkhólmi . Björgvin G . Sigurðsson, viðskiptaráð­ herra, hafði að eigin sögn lítil sem engin samskipti við Ingibjörgu Sólrúnu . Hún sýndi honum þá lítilsvirðingu að hafa hann ekki með sér á fundum um bankamál á árinu 2008, þótt málaflokkurinn félli undir hann . Að morgni sunnudagsins 25 . janúar, þegar þau Ingibjörg Sólrún og Össur fóru heim til Geirs H . Haarde til að krefjast afsagnar hans, hélt Björgvin G . blaðamannafund og til kynnti afsögn sína sem ráðherra auk þess sem hann hefði rekið forstjóra fjármálaeftirlits ins og stjórn þess hefði sagt af sér . Afsögn Björgvins G . virtist koma Ingi­ björgu Sól rúnu í opna skjöldu . Björgvin sagði síðar í sam tali við Ingva Hrafn Jóns­ son á sjónvarps stöð hans ÍNN, að hann hefði fengið hug myndina um afsögn heima hjá sér um klukkan 21 .30 að kvöldi laugardagsins 24 . febrúar og ákveðið að drífa í málinu strax snemma daginn eftir! Óstaðfestar fréttir bárust um fund þeirra Öss urar og Ögmundar Jónassonar, þing­ flokks for manns vinstri/grænna, í iðnaðar ­ ráðuneyt inu nokkrum dögum fyrir stjórnarslit . Þá hefur verið fullyrt, að Einar Karl Haralds son, aðstoð armaður Össurar í iðnaðarráðuneyt inu, hafi átt þátt í því að undirbúa stjórnarslit in og myndun hinnar nýju minnihlutastjórnar með milligöngu við Ólaf Ragnar . Spyrja má: Sagði Björgvin G . af sér, af því að hann vissi hvert stefndi? Hið hlálega er, að vegna stjórnarslitanna daginn eftir afsögn Björgvins losnaði hann ekki úr ráðherrastarfinu fyrr en með okkur hinum 1 . febrúar . Vafðist það fyrir Ólafi Ragnari og ríkisráðsritara að leysa Björgvin G . fyrr undan skyldum sínum . IV . Þegar tilkynnt var um ákvörðun Ólafs Ragn ars um minnihlutastjórnina var látið í fjöl miðlum eins og stjórnin yrði til á einum sólarhring eða svo . Það tók dálítið lengri tíma . Var rekið mjög á eftir Sigmundi Davíð Gunn laugssyni, sem hafði næsta óvænt verið kjörinn formaður Fram­ sóknarflokksins hinn 18 . janúar 2009 . Framsóknarmenn settu nokkur skil yrði fyrir því að verja ríkisstjórnina van trausti,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.