Þjóðmál - 01.03.2009, Side 10

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 10
8 Þjóðmál VOR 2009 þar á meðal að kjördagur yrði 25 . apríl og efnt yrði til stjórnlagaþings . Óðagotið við stjórnarmyndunina var mikið og laugar­ daginn 31 . janúar voru framsóknar mönnum settir afarkostir og létu þeir undan þeim . Við myndun stjórnarinnar tóku framsókn­ ar menn skýrt fram, að hið eina, sem þeir hefðu lofað væri að verja hana vantrausti . Engin frumvörp hefðu verið undir þá borin á þann veg, að þeir hefðu lofað efnislegum stuðningi við þau . Þeir yrðu að skoða hvert mál fyrir sig . Reyndi á þetta mánudaginn 23 . febrúar, þegar Hösk uldur Þórhallsson, annar full­ trúi fram sókn ar manna í viðskiptanefnd al þing is, skipaði sér í meirihluta með sjálf­ stæðis mönnum og bað um frest á afgreiðslu á frum varpi um breytingu á lögum um seðlabank ann . Breytingin snerist um að breyta skipan bankastjórnar og var stefnt gegn Davíð Oddssyni . Jóhanna Sigurðardóttir flutti seðla banka ­ frumvarpið, eftir að hún hafði ritað banka­ stjórninni bréf og birt opinberlega . Í bréfi nu hótaði hún bankastjórunum afsögn með lagabreytingu, ef þeir færu ekki frá sjálf­ viljugir . Ingimundur Friðriksson sagði af sér banka stjórastörfum innan þess frests, sem Jóhanna setti . Eiríkur Guðnason svaraði, eftir að fresturinn var liðinn, og sagðist mundu hætta í júní . Davíð Oddsson svaraði bréfi Jóhönnu, án þess að gefa nokkuð upp um áform sín . Miðvikudaginn 25 . febrúar tóku fram­ sókn ar menn höndum saman við stjórnar­ flokk ana í viðskiptanefnd þingsins . Dag inn eftir 26 . febrúar varð seðlabankafrumvarp ið að lögum . Sama dag yfirgáfu þeir Davíð og Eiríkur seðlabankann en Norðmaður, Svein Harald Øygard, var settur seðlabanka­ stjóri frá og með föstudeginum 27 . febrúar . Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, var fyrsti gestur hans í bankanum . Fjölmiðlamenn spurðu Svein Harald Øygard, hvenær hann hefði verið beðinn um að taka að sér þetta embætti og sagðist hann ekki muna það . Samkvæmt stjórnarskránni skulu íslensk­ ir ríkisborgarar skipa íslensk embætti . Að þetta vefjist fyrir einhverjum er í raun ótrú legt . Hitt er síðan með ólíkindum, að sú áhætta skuli tekin að ganga gegn þessu ákvæði, þegar seðlabankastjóri á í hlut . Við það vakna spurningar um, hvort ákvarðanir seðlabankastjórans kunni að verða taldar ógildanlegar . V . Hörður Torfason, sem stóð fyrir mót­mæl um á Austurvelli undir heitinu Raddir fólksins, hvatti til mótmæla við seðlabankann í því skyni að hindra, að Davíð Oddsson kæmist þar til starfa, Bubbi Morthens lagði þessu framtaki lið með því að syngja í morgunfrosti fyrir utan bankann . Fjaraði smátt og smátt undan mótmælunum . Mótmæli að hvatningu Harðar hófust strax eftir bankahrunið og var efnt til þeirra hvern laugardag klukkan 15 .00 . Mismargir sóttu þessa fundi, hinn 21 . febrúar var sagt, að 200 manns hefðu verið þar en um sex til sjö þúsund, þegar flest var . Undir merkjum mótmæla var gripið til alls kyns aðgerða til að skaprauna stjórn­ völd um . Setið var um ráðherrabústaðinn við Tjarnar götu, þegar ráðherrar komu þangað til funda . Einn morgun þurftum við að fara í myrkri ofan af Suðurgötu og inn um eldhúsinngang á bústaðnum . Leikskóli er handan Tjarnargötunnar og var kvartað þaðan undan ólátum vegna mót mæl anna . Fundir ríkisstjórnarinnar voru fluttir í fund ­ ar sal forsætisnefndar alþingis í þing hús inu . Aðsúgur var gerður að alþingishúsinu þriðjudaginn 20 . janúar, þegar þingmenn komu saman eftir jólahlé . Lögregla varði

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.