Þjóðmál - 01.03.2009, Page 18

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 18
16 Þjóðmál VOR 2009 Það er undarlegt að nú skuli frjálshyggjan vera í vörn vegna þeirrar fjármálakreppu sem gengur yfir heiminn og Ísland . Frjáls­ hyggju menn hafa gagnrýnt fjármálakerfi Vestur landa um langa hríð, meðal annars með þeim rökum að það bjóði upp á vanda­ mál eins og þau sem nú þarf að fást við . Athugun á núverandi kreppu leiðir í ljós með skýrum hætti að hana má rekja til þeirra galla sem frjáls hyggju menn hafa alla tíð bent á . Engu að síður fær frjálshyggjan á sig árásir fyrir að hafa valdið til dæmis hruni íslensku bankanna . Því miður þarf að taka þær árásir alvarlega, hversu fjarstæðu kenndar sem þær eru, því þær eru bæði algengar og settar fram af fólki sem tekið er mark á . Enginn þeirra, sem nú gagnrýna frjáls­ hyggju, hefur sýnt mikinn skilning á þeirri kreppu sem nú er í bankakerfinu . Ekki hefur verið bent á neitt sérstakt við frjálshyggju, sem sýnilega hefur valdið hruni bankanna á Íslandi . Aðeins hefur verið sagt að bankarnir hafi verið gráðug einkafyrirtæki sem fóru á hausinn . Engar almennilegar skýringar hafa verið settar fram á því hvernig frelsi var orsökin . Skýringar frjálshyggjumanna hafa aftur á móti verið til um langa hríð . Þannig spáðu frjálshyggjumenn núverandi fjármálakreppu, rétt eins og þeir spáðu kreppunni miklu á síðustu öld . Hættur bankakerfisins: skuldir á skuldir ofan í skjóli ríkisins Bankakerfið byggist á skuldum . Pen ing ­ar þeir sem fólk telur sig eiga á banka­ bókum, eru ekkert annað en skuld bank­ anna við það . Bankastofnanir taka líka meira að láni en bara innistæðurnar . Þar að auki hafa á undanförnum árum ýmis önnur skuldaskjöl verið notuð í stað peninga, svo sem pakkar fasteigna­ og fyrirtækjalána, sem hafa verið kallaðir ígildi peninga í bókum fyrirtækja (e . cash equivalents) . Öll þessi lántaka skapar lítið sem ekkert . Hún í sjálfu sér þenur bara út peninga­ magn ið og skapar þannig verðbólgu eftir því sem hún eykst . Aukið peningamagn felur venjulega ekki í sér aukið notagildi peninganna . Ekki skiptir máli hvort peningamagn er 100 milljarðar, 1000 milljarðar eða 10 .000 milljarðar . Svo dæmi Gunnlaugur Jónsson Hin undarlega vörn frjálshyggjunnar

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.