Þjóðmál - 01.03.2009, Side 25

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 25
 Þjóðmál VOR 2009 23 Frá því að minnihlutastjórn Samfyl king­ar innar og Vinstri grænna tók við um mán aðamótin janúar/febrúar hefur hennar helsta verkefni verið að hreinsa stjórnkerfið af þeim mönnum sem ekki eru taldir flokk­ un um þóknanlegir . Síðasti mánuður hefur að mestu leyti far ið í þetta mikilvæga verkefni minni hluta stjórn­ arinnar og virðist það brýnna en allt annað . Minnihlutastjórnin var mynduð formlega sunnudaginn 1 . febrúar og fóru lyklaskiptin fram í flestum ráðuneytum þann sama dag . Reyndar hefur komið á daginn að drög voru lögð að nýrri ríkisstjórn nokkru fyrr . Þannig greindi Viðskiptablaðið meðal annars frá því miðvikudaginn 21 . janúar að Össur Skarphéðinsson og Ög mundur Jón asson hefðu átt fund þá um morg un inn í iðn aðar­ ráðuneytinu og rætt mögulegt stjórn ar sam ­ starf en Sigmundur Davíð Gunn laugs son, nýr formaður Fram sóknar flokks ins, hafði nokkrum dög um áður lýst því yfir að Fram­ sóknarflokkurinn væri tilbúinn að verja minni hlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna falli . Nokkrum dögum síðar var stjórn ar sam­ starfinu slitið og með dyggri aðstoð Ólafs Ragn ars Grímssonar, forseta íslenska lýðveld­ isins (eða Bessastaðabóndans eins og Sturla Böðvarsson komst svo skemmtilega að orði fyrir fáeinum vikum) var ný stjórn mynduð og óþarft að rekja þá atburðarrás hér . Ráðuneytisstjórar fjúka Ekki leið nema rétt rúmur sólarhringur frá því að ný ríkisstjórn var mynduð þangað til hreinsanirnar voru hafnar . Þannig barst tilkynning frá forsætis ráðu­ neyt inu seinni part dags mánudaginn 2 . febrú ar um að Ragnhildur Arnljótsdóttir, sem verið hafði ráðuneytisstjóri í félagsmála­ ráðu neyt inu, hefði tekið við embætti ráðu­ neyt is stjóra í forsætisráðuneytinu til 30 . apríl . „Bolli Þór Bollason hefur fengið leyfi frá störfum ráðuneytisstjóra á sama tímabili,“ sagði jafnframt í tilkynningu ráðuneytisins þótt öllum hefði mátt vera ljóst að hann óskaði ekki eftir slíku leyfi sjálfur . Þetta gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi Gísli Freyr Valdórsson Pólitískar hreinsanir minnihlutastjórnar

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.