Þjóðmál - 01.03.2009, Side 27

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 27
 Þjóðmál VOR 2009 25 Seðlabankastjórum sent hótunarbréf Mánudaginn 2 . febrúar, tilkynnti Jó­hanna Sigurðardóttir í Kastljósi ríkis­ sjónvarpsins að hún hefði þegar sent seðla­ bankastjórunum þremur bréf þar sem farið var þess á leit við þá að þeir létu af störfum . Þar kom fram að bankastjórunum þremur hefði verið boðið til viðræðna um starfs­ lokagreiðslur, en jafnframt var þeim tilkynnt að ef þeir hættu ekki af sjálfsdáðum væri lagafrumvarp á leiðinni í gegnum þingið sem fæli það í sér að þeir yrðu látnir fara . Daginn eftir, þriðjudaginn 3 . febrúar, af­ henti Jóhanna blaðamönnum afrit af þessu hótun arbréfi . Hér er vakin athygli á þessu þar sem það getur vart talist í anda góðrar stjórnsýslu að birta bréf af þessu tagi opinberlega með þessum hætti – hvað þá áður en því var svarað . Reyndar kom síðar í ljós að bréfið hafði verið sent heim til Davíðs Oddssonar, þrátt fyrir að um virkan vinnudag hefði verið að ræða og starfsstöð bankastjórans væri í Seðlabankanum, og tók eiginkona hans við bréfinu en Davíð var erlendis þessa viku í erindum Seðlabankans . Ekki eru dæmi til þess að slík bréf séu birt opinberlega og vekur það auðvitað spurningar um stöðu embættismanna ef ráðherrar senda þeim hótunarbréf heim til þeirra að kvöldlagi og birta síðan í fjölmiðlum daginn eftir . Svo kann auðvitað að vera, og alls ekki hægt að útiloka, að sérstakar reglur gildi um stjórnsýslu þegar Davíð Oddsson á í hlut . Prófessorar við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands hafa verið fengnir til að segja álit sitt á stjórnsýsluhegðun af minna tilefni, en hugur fréttamanna stóð ekki til þess . Ekki heldur höfðu þeir áhuga á að fjalla með gagnrýnum hætti um seðla banka­ frum varpið sem minnihlutastjórnin lagði fram með það eitt fyrir augum að losna við einn mann úr yfirstjórn Seðlabankans, Davíð Oddsson . Þeir Eiríkur Guðna son og Ingimundur Friðriksson, valin kunn ir starfsmenn Seðlabankans í þrjá til fjóra ára­ Þetta er ekkert nýtt! Þótt sumir stuðningsmenn minnihlutastjórnarinnar reyni að afsaka ofsann nú með óvenjulegum aðstæðum er staðreyndin sú að vinnubrögð vinstri manna eru engin ný hugdetta þeirra . Össur Skarphéð insson hóf til dæmis stjórn mála feril sinn með heit strenging um um að flæma úr starfi háttsetta embættis menn Reykjavíkurborgar sem unnið höfðu undir stjórn sjálf stæðis manna . Össur er ráðamestur í minni hlutastjórninni sem nú stendur fyrir „hreins un unum“ í stjórnarráðinu .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.