Þjóðmál - 01.03.2009, Page 33

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 33
 Þjóðmál VOR 2009 31 Allt uppnámið við Seðlabankann að und an förnu er mistök og vandræði . Heið­ arleiki, einurð og góður vilji Jóhönnu verða ekki dregin í efa hér, en margt bendir til að hún hafi ógóða ráðgjafa . Hún ætti að forðast þá sem hafa hvíslað í eyru henni að undanförnu . Frumvarpið til breytinga á lögum um Seðlabankann var illa undir­ búið og varla hálfkarað . Og það fjallaði alls ekki um neitt sem tengist vandræðum þjóðarinnar um þessar mundir . Skipulag bankastjórnar Seðlabankans brást alls ekki, og frumvarpið hafði ekkert fram að færa í peningamálum eða varðandi peningastefnu . Í þokkabót lét Jóhanna blekkja sig til að skrifa bankastjórunum bréf . Upp úr þeirri sendingu varð ljóst að allt málið var póli­ tískt einelti . Alþingi getur hvenær sem er breytt lögum og skipulagi stofnana og látið fylgja með að stöður æðstu stjórnenda verði lagðar niður . Það er ekkert óeðlilegt eða persónulegt eða niðurlægjandi í slíku . En það varð strax ljóst að málatilbúnaðurinn þessu sinni var annar, verri og heiftúðugur . Það eina sem hefur áunnist er að prýði­ legu skipulagi hefur verið kollvarpað fyrir einhvers konar kaffiselskap þar sem verður töluð enska, mest með íslenskum og norsk­ um hreim . Pólitískt einelti hefur verið viðurkennt í landinu . Og trúverðugleiki Seðla banka Íslands – þessi frægi ,,faglegi“ sem hagfræðingar tala mest um – er í tætlum . Smáfuglarnir taka undir með Steinunni Sigurðardóttur, rithöfundi, þegar hún segir í Fréttablaðinu 28 . febrúar um þá ákvörðun Jóhönnu Sigurðardóttur, að setja Norðmann í stöðu seðlabankastjóra: „Lítur [embættisveitingin] kannski svona út: Já grey Íslendingar þeir ráða ekki neitt við neitt og eiga ekki einu sinni nógu hæft fólk þessi angaskinn til að gegna mikilvægum embættum . Þeir urðu bara að leita á náðir Norðmanna, það var ekki annað að gera . Kannski Stoltenberg geti fært út kvíarnar og tekið að sér smá forsætisráðherrastörf líka hjá litlu grannþjóðinni . Hann var að minnsta kosti strax kominn að tala norsku við íslensku blaðamennina, með norska Seðlabankastjóranum í íslenska Seðlabankanum .“ Smáfuglunum þykir einnig jafndæmalaust hjá Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, að fara í Seðlabanka Íslands til að fagna samlanda sínum þar, og að Stoltenberg skyldi blanda sér í íslensk stjórnmál, þegar hann óskaði eftir rauðri ríkisstjórn hér á landi á blaðamannafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur við Bláa lónið . Þessi framganga norska forsætisráðherrans sýnir aðeins, að hann og Kristin Halvorsen, fjár málaráðherra Noregs, flokkssystir Stein­ gríms J . Sigfússonar, telja sig eiga gagnrýnis­ laust innangengt í íslenskt stjórnmálalíf og íslenska stjórnkerfið á annan hátt en Ís­ lendingar hafa kynnst síðan þjóðin hlaut sjálfstæði . Smáfuglarnir velta fyrir sér hvort for ystu­ menn ríkisstjórnarflokkanna hafi í valda­ græðgi sinni tapað allri sómatilfinningu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar . Eitt er að þessir for ystumenn flaðri upp um norska ráða menn, annað að lítillækka þjóðina á þann veg, sem gert hefur verið á þeim fáu vikum, sem þessir forystumenn hafa verið völd . Birtist á vefsíðunni amx .is í byrjun mars 2009. _____________________ Flaðrað upp um Norðmenn

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.