Þjóðmál - 01.03.2009, Side 37

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 37
 Þjóðmál VOR 2009 35 Rögnvaldur Hreiðarsson Nú, er Jón Ásgeir ekki lengur góði kallinn? Ég velti því fyrir mér hvað hefur eiginlega breyst . Skrýtið hvernig almenningsálitið getur snúist snögg lega . Þegar tilkynnt var um greiðslustöðvun Baugs Group kenndi Jón Ásgeir Davíð Oddssyni um fall sitt . Flest um fannst þá að Jón Ásgeir hlyti að vera orðinn snarr uglaður . Samt hefur hann árum saman notað þetta trix á þjóð sína og hún kokgleypt bullið . Snilldin hjá Jóni Ásgeiri var að fá heilan stjórn málaflokk til að búa til pólitískt skjól fyrir sig . Hann og lögfræðingahjörð hans tóku ræðu Ingibjargar Sólrúnar í Borgarnesi fagnandi . Í því skjóli og skjóli fjölmiðla sinna sem ekki mátti hreyfa við heldur af sömu hand ónýtu pólitísku ástæðum hóf hann að blóðmjólka þjóðina í fullkomnum friði . Þeir sem reyndu að benda á hvernig við­ skipti hann stundar voru umsvifalaust stimpl­ aðir Davíðsmenn en það var og hefur verið skamm aryrði lengi . Gagnrýni á við skipti þessa manns snerist aldrei um stjórnmál enda Jón Ásgeir ekki pólitíkus . Vörn hans árum saman var hins vegar pólitísk . Það hent aði sumum flokkum betur en öðrum og því var dansað með og ekki hirt um kostnað inn . Tjaldið er fallið, loksins, og stórskuldug þjóð in er að vakna . En hún vaknaði ekki fyrr en allt var farið til fjandans . Ekkert hefur nefnilega breyst . Jón Ásgeir stundar sín viðskipti eins núna og alla tíð . Á meðan þjóðinni var haldið upptekinni í því að hata einn af örfáum, sem reyndu að benda á hvernig viðskipti væru stunduð hér, tóku nokkrir menn sig til og stálu þjóðar auðnum . Við borgum brúsann . Siðleysið er svo greypt í merg og bein þessara manna að engu tali tekur . Þjóðin þarf sárlega á því að halda að koma bankakerfinu í stand . Það verður ekki gert nema að upp­ gjör geti farið fram . Að menn átti sig á hverjar skuldir eru og eignir . Núna þegar banka menn og sérfræðingar ætla að fara í þá vinnu bregst þessi maður, Jón Ásgeir, við með því að væla um að hann tapi peningum . Það erum við sem erum að tapa peningum af því að hann getur ekki borgað það sem hann skuldar bönkunum . Flóknara er það nú ekki . Hvert mannsbarn skilur þetta, held ég bara . Loksins er eins og fólk geti leyft sér að sjá það sem hefur blasað við alla tíð . Af hverju er það?

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.