Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 49

Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 49
 Þjóðmál VOR 2009 47 stöðunni til varnarsamstarfsins og Atlants­ hafsbandalagsins . Við höfðum það fyrir reglu að enginn væri lengur formaður en í eitt ár . Á eftir mér komu því fulltrúar Framsóknarflokks­ ins og Alþýðuflokksins – og þannig róteraði þetta áfram . Margir öflugir menn sem síðar urðu fyrirferðarmiklir á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins tóku þátt í starfi Varðbergs, svo sem sjá má af félagalistanum fyrsta árið sem birtur er með þessari grein . Við fjármögnuðum starfsemina með fé­ lags gjöldum og styrkjum . Kostnaður var reyndar ekki mikill annar en að leigja hús næði fyrir fundi og kaupa auglýsingar til að láta fólk vita af fundunum . Við héldum engar veislur eða neitt þess háttar . Fjölmargir, innanlands sem utan, vildu óðfúsir styrkja okkur . Sendiráð Nato­ ríkja í Reykjavík veittu okkur til dæmis góða liðveislu . Þá fengum við aðsetur í upplýsingaskrifstofu Nato á Íslandi sem góður vinur minn, Magnús heitinn Þórðarson, veitti forstöðu . Skrifstofan var mikill þyrnir í augum kommúnista og Magnús sætti oft svívirðilegum árásum á síðum Þjóðviljans . Við stofnuðum Varð­ bergsfélög víða um land og gáfum m .a . út tímaritið Viðhorf í félagi við Samtök um vestræna samvinnu . Starfsemin gekk vonum framar . Óhætt er að segja að við höfum snúið vörn í sókn . Fundir okkar víða um land voru mjög fjölsóttir . Fyrirlesarar á þeim voru gjarnan innlendir og erlendir forystumenn með sérþekkingu á þessum málum . Við efndum líka til fjölmennrar ráðstefnu hér á landi um Nato í júní 1962 sem ungir stjórnmála­ leiðtogar frá öllum Nato­ríkjunum sóttu . Þá skipulögðum við boðsferðir til aðal­ stöðva Atlantshafsbandalagsins í París og Brussel og til Noregs, Danmerkur, Banda ­ ríkjanna og Kanada . Gagnsemi Varðbergs fólst, sem fyrr segir, ekki síst í þeim samböndum sem mynduðust meðal þeirra sem tóku þátt í starfi Varðbergs og komu úr ólíkum áttum . Þarna sköpuðust traust og góð tengsl milli manna sem síðar urðu miklir áhrifamenn í þjóðfélaginu, hver á sínu sviði . Sérhver Varðbergsmaður var reiðubúinn að kannast við skoðanir sínar, hver á sínum vettvangi . Hvað mig varðaði var þetta mjög mikilvægt í starfi mínu í verkalýðshreyfingunni . Þar stóðu kratar og sjálfstæðismenn saman þegar á reyndi . Almennt má segja að Varð­ berg hafi lagt sitt af mörkum til að treysta hið góða samstarf sjálfstæðismanna og krata á viðreisnarárunum . Varðberg hjálpaði líka mörgum framsóknarmönnum sem studdu vestræna varnarsamvinnu við að berjast fyrir sínum málstað innanflokks . Þannig má segja að Varðberg hafi stuðlað að þeirri sátt um utanríkisstefnuna sem lengst af ríkti meðal lýðræðisflokkanna þriggja . Þá hafði starfsemi Varðbergs sín áhrif meðal menntamanna og í skólakerfinu . Þetta vitum við sem lifðum þessa tíma . En sagnfræðingar sem styðjast aðallega við skjalfestar heimildir virðast eiga erfitt með að gera sér grein fyrir gildi grasrótarstarfs af þessu tagi . Frá því að Varðberg var stofnað hafa þúsundir ungra Íslendinga komið þar við sögu . Varðberg hefur þó aldrei verið mjög fjölmennt félag, enda var tilgangurinn með stofnun þess fyrst og fremst að byggja upp sterkan, samhentan baráttukjarna fyrir málstað frjálsra, vestrænna þjóða . Varðberg heldur því merki enn á lofti og átök í stjórnmálum innanlands hafa ekki komið í veg fyrir að unga fólkið í Varðbergi hafi staðið saman í varnar­ og öryggismálum þjóðarinnar, enda tekið fram í félagslögum að félagið fjalli einungis um utanríkismál .“ J.F.Á .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.