Þjóðmál - 01.03.2009, Page 60

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 60
58 Þjóðmál VOR 2009 annars og milli ættbálka . Yfirleitt er þetta þó gert áður en stúlkur ná kynþroskaaldri . Heilbrigðisstofnun SÞ telur algengast að limlesting eigi sér stað þegar stúlkubörnin eru fjögurra til tíu ára . Sumar eru þó limlestar á meðan þær eru reifabörn, sérstaklega í löndum Vestur­Afríku . Í Sómalíu er algengast að þetta sé gert þegar stúlkan er frá fimm til sjö ára . Í Noregi var umskurð­ ur bannaður með lögum árið 1995 . Refsi­ rammi þeirra laga er átta ára fangelsi . Það nær einnig til þeirra sem gerast meðsekir í limlestingu kynfæra .“ Storhaug ræddi við sómalskar stúlkur í Noregi, sem höfðu orðið fyrir þessu: „Báðar ungu konurnar sem voru limlestar urðu fyrir því þegar þær voru sjö ára . Þær voru saumaðar saman . Afleiðingin var op á kynfærum þeirra á borð við títuprjónshaus . Þetta olli þeim miklum sársauka við blæðingar og þvaglát . Að sjálfsögðu fylgdi mikill sársauki og vandkvæði því að stunda kynlíf . Þess vegna höfðu báðar leitað læknis í Noregi til að láta hann opna á nýjan leik . Þessu varð að halda leyndu . Önnur þeirra greindi frá ástæðu þess . „Ef þau hin fá að vita að ég hafi opnað mig, hugsa þau strax að ég hafi látið gera það af því að ég vilji kynlíf .“ Hin útskýrði mál sitt með þessum hætti: „Þegar ég er samansaumuð og þarf að pissa, þá tekur það minnst 10 til 15 mínútur að klára, vegna þess að það drýpur bara út . Þegar ég hitti aðra Sómali og þarf á salerni, sit ég lengi þar og pissa bara mjög varlega . Enginn má uppgötva að ég hafi látið opna mig . Þá verð ég stimpluð sem hóra .“ Storhaug segir: „Ég upplifði orðin sem ég skrifaði í minnisblokkina, eins og þau væru handan alls raunveruleika . Samt er þetta veru leiki ungra kvenna í Noregi í dag . Þetta er enginn skáldskapur .“ Eftir 25 ár munu 25 milljónir ungra múslima búa í Evrópu . Þetta fólk getur orðið mik ilvægur valdaþáttur sem ræður úrslitum í kosningum víða í Evrópu . Nú þegar eru margir farnir að vara við undanlátssemi við andlýðræðisleg öfl í nafni umburðarlyndis . Sjálf líkir Hege Storhaug norsku ríkisstjórn­ inni við farþegaskipið Titanic . Hún á síðustu orðin: „Hljómsveitin spilar hærra og hærra . Úti á dansgólfinu stíga stjórnmálamenn hinn fjölmenningarlega dans af stöðugt meira kappi, á meðan skipinu er stefnt til móts við skip brot, í þokufullri, dimmri íshafsnóttinni .“ Smáfuglarnir hafa eins og aðrir hlustað á það und an­farnar vikur, að sjálfstæðismenn á þingi hefðu talað tímunum saman um þá hneisu, að Sturlu Böðvars­ syni skyldi ýtt úr forsetastóli Alþingis . Þeir hafa kyngt þessu tali möglunar laust en hugsað sjálf stæðis­ mönnum þegj andi þörfina fyrir að eyða dýrmætum þingtíma í annað eins raus og það, hver eigi að stjórna störfum Alþingis . Smáfuglunum brá því nokkuð í brún, þegar þeir lásu þetta á vefsíðu Friðjóns R . Friðjónsson ar: „Fyrr í dag var ég að hlusta á mann gagnrýna þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir tuð á þingi . „Heill dagur í að tala um kosningu nýs forseta alþingis!“ sagði hann . „Á meðan landið brennur, eyða sjálfstæðis menn heil um degi á þingi í að tala um kosningu forseta alþingis!“ 14 mínútur . Umræðan um kjör nýs forseta stóð í 30 mínút ur, þar af töluðu sjálfstæðismenn í 14 mínútur .“ Það blasir því við að fréttaflutningur hefur ekki gefið rétta mynd af þessu meinta málþófi sjálfstæðismanna . Gömul saga og ný . Birtist í breyttri mynd á vefnum amx .is í febrúar 2009. ____________ „Málþóf“ í 14 mínútur!

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.