Þjóðmál - 01.03.2009, Page 65

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 65
 Þjóðmál VOR 2009 63 Jón Gerald Sullenberg Leppar og leynifélög Baugsmálið snerist um stórfellda mis­notkun á almenningshlutafélaginu Baugi sem var á þeim tíma í eigu þúsunda ein staklinga og lífeyrissjóða . Baugsmálið snerist um stórfelldar „lánveitingar“ án trygginga úr sjóðum Baugs til forstjóra félagsins og félaga tengdra honum – án vitundar stjórnar félagsins . Baugsmálið snerist um leynifélög sem fengu verulegar fjárhæðir að láni frá almenningshlutafélag­ inu Baugi – án vitundar stjórnar félagsins . Öll gögn Baugsmálsins bentu á sömu ein­ staklingana . Vitnisburður tuga einstaklinga benti á sömu einstaklinga . En dómstólar tóku ekkert mark á þessum gögnum eða fram burðum . Nú er íslenska bankakerfið hrunið . Og enn á ný berast fréttir af stórfelldum „lánum“ án trygginga úr sjóðum almenn­ ingshlutafélaga og „leynifélögum“ sem enginn veit hver á eða stjórnar . Og enn á ný eru það sömu einstaklingarnir sem koma við sögu . 1 . hluti Leynifélagið Stím ehf . Sunnudaginn 23 . nóvember 2008 birti Morg unblaðið frétt um stórfellda mis­ notkun á almenningshlutafélaginu Glitnir hf . Tugir þúsunda milljóna króna úr sjóðum Glitnis voru „lánaðir“ án full nægjandi trygginga til leynifélagsins Stími ehf . Jafnframt áttu helstu eigendur Glitnis að hafa lánað sjálfum sér og félögum tengdum sér tugi þúsunda milljóna króna að auki . Tilgangurinn hefði verið að „toga“ upp gengi FL Group og Glitnis með handafli í kauphöllinni . Eitthvað hljómar þetta kunnuglega . . . Hinn 29 . desember 2005 mátti lesa eftir farandi í Morgunblaðinu: „Í gær voru miklar vanga veltur í viðskiptaheiminum um hvernig skýra mætti mikla hækkun á verði hlutabréfa í FL Group . Skýringin blasir við . Verð hlutabréfanna hefur verið hækkað með handafli sem er auðvelt á þessum litla hlutabréfamarkaði okkar . Þess vegna segir verð hlutabréfa í Kauphöll Íslands mjög takmarkaða sögu um raunverulegt verðmæti hlutabréfanna, sem þar eru skráð . . . “ Í Fréttablaðinu 24 . nóvember 2008 var Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður spurður um tengsl sín við félagið Stím hf . Hann svaraði: „Ég tengist því á engan hátt, hef ekki sett krónu í þetta félag“ . Þetta er út af fyrir sig rétt . Jón Ásgeir hefur ekki sett krónu af eigin peningum í Stím ehf . Pen ingarnir komu frá almenningshluta­

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.