Þjóðmál - 01.03.2009, Side 68

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 68
66 Þjóðmál VOR 2009 Jafnvel Íslandsbanki var blekktur . Orð­ rétt segir í lögregluskýrslu: „Valur [Valsson banka stjóri] segir að hann vilji taka sérstaklega fram að þetta komi honum mjög á óvart að sjá hvernig málið sé í pottinn búið og sé honum í raun nokkuð brugðið, því skv . gögnum málsins hafi Íslandsbanki ekki verið upplýstur um allt sem varðaði málið .“ Aðalsteinn Hákonarson, endurskoðandi Fjár fars ehf . var ekki síður afdráttarlaus í vitna skýrslu sinni enda fékk hann réttarstöðu grun aðs manns vegna falsaðra gagna sem hann fékk frá Baugsmönnum varðandi bókhald Fjár fars ehf .: „Aðalsteinn segir að hann líti svo á að hann hafi sem endurskoðandi félagsins verið blekktur af Tryggva Jónssyni . . . það hafi verið hluti af því blekkingarferli sem verið hafi með eignarhald og rekstur Fjárfars ehf .“ Aðalsteinn kveðst hafa gert sér grein fyrir því á miðju ári 1999 að Sigfús og Sævar væru ekki raunverulegir eigendur Fjárfars ehf . Tryggvi Jónsson hafi sagt honum að „það þýddi ekkert að tala við þá Sigfús og Sævar þar sem þeir vissu ekkert um félagið“ . En hver var þá raunverulegur eigandi Fjárfars ehf .? Hver stjórnaði öllu á bak við tjöldin og skákaði með nöfnum annarra einstaklinga á öllum pappírum, án þeirrar vitundar? Hver tók þá ákvörðun að lána Fjárfari ehf . hundruð milljóna króna án trygginga frá almenningshlutafélaginu Baugi án vitundar stjórnarmanna félagsins? Hver lét Fjárfar ehf . taka þátt í hlutafjár­ út boði Baugs hf . og skrá sig fyrir bréfum fyrir mörg hundruð milljónir króna og veitti Fjár fari ehf . jafnframt lán án trygginga frá al menn ingshlutafélaginu Baugi til að kaupa hluta bréfin? Hver hafði hag af því að safna hlutabréf­ um í almenningshlutafélaginu Baugi með það að markmiði að skrá félagið af markaði og setja það svo í einkaeigu sína? Hver sendi falsaða tilkynningu til verð­ bréfaþings Íslands þess efnis að eiginkona fyrrverandi eiganda 10­11, Helga Gísla­ dóttir, væri eigandi 90% hlutafjár í Fjárfari ehf .? Hver sendi fölsuð skjöl til Íslandsbanka varðandi eignarhald og stofnun Fjárfars ehf . og setti jafnframt nöfn einstaklinga, sem tengdust félaginu ekki neitt skv . framburði þeirra? Hver ákvað að Fjárfar ehf . skyldi kaupa versl unarkeðjuna 10­11? Hver ákvað að láta almenningshlutafélag­ ið Baug lána Fjárfari ehf . án trygginga, hundruð milljóna króna fyrir kaupunum á verslunarkeðjunni 10­11? Hver ákvað nokkrum mánuðum síðar að Fjárfar ehf . skyldi selja 10­11 keðjuna til almenningshlutafélagsins Baugs með mörg hundruð milljóna króna álagningu? Hver fékk þennan hundraða milljóna króna hagnað vegna sölu Fjárfars ehf . á verslunarkeðjunni 10­11 til almenn ings­ hluta félagins Baugs? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör . Nokkrar vísbendingar komu hinsvegar fram við lögregluyfirheyrslur og hjá dóm­ stólum um eiganda og stjórnanda leyni­ félagsins Fjárfari ehf . – og vekja frekari spurningar . Af hverju skrifar Tryggvi Jónsson tölvu­ póst til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar 3 . nóvember 2001 þar sem hann segir Fjárfar ehf . skulda Baugi 219 milljónir og spyr jafnframt hvort ástæðan sé að Fjárfar ehf . sé hluthafi í Tryggingamiðstöð inni? Hvernig á Jón Ásgeir, sem neitaði því staðfastlega í yfirheyrslum hjá lögreglu og fyrir dómi, að hafa verið forsvarsmaður Fjárfars hf . og „einungis átt örfá prósent“, að vita þetta? Af hverju voru eignir Gaums ehf ., sem

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.