Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 69

Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 69
 Þjóðmál VOR 2009 67 er í 100% eigu Baugsmanna, notaðar til tryggingar skuldum Fjárfars ehf .? Af hverju var viðskiptamannareikningur í bókhaldi Gaums ehf ., sem er í 100% eigu Baugs manna, sem annaðist ýmsar stórar pen inga hreyfingar í nafni Fjárfars? Af hverju fékk endurskoðandi Fjárfars ehf . aldrei þessi gögn þrátt fyrir ítrekaðar óskar þar að lútandi, sbr . vitnisburð hans fyrir dómi? Af hverju var raunverulegur eigandi hluta þess hlutafjár, sem Fjárfar ehf . var skráð fyrir, Ingibjörg Pálmadóttir eiginkona Jóns Ásgeirs, eins og kom fram í héraðsdómi? Af hverju tók Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, á sig sjálfsskuldar­ ábyrgð fyrir Fjárfar ehf . að upphæð hundruð milljóna króna? Fyrir hvern skyldi hún gera slíkt? Hver gerði samning við stjórnarformann Fjárfars ehf . þess efnis að hann mætti ekki framkvæma neitt í nafni Fjár fars ehf . nema að gefnum fyrirmælum frá Gaumi ehf ., sem er í 100% eigu Baugsmanna? Og hvernig ber að skilja framburð lög­ manns ins Helga Jóhannessonar, sem var fram kvæmda stjóri og stjórnarmaður Fjárfars ehf .? Helgi fullyrti nefnilega að eigandi og stjórn andi Fjárfars ehf . hefði verið Jón Ásgeir Jóhann esson! Hver skyldi hafa ráðið lögmanninn Helga Jóhannesson sem framkvæmdastjóra Fjárfars ehf .? Það var systir Jóns Ásgeirs, Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums ehf . Í greinargerð Gests Jónssonar, lögmanns Jóns Ásgeirs, fyrir Hæstarétti segir orðrétt varðandi Fjárfar ehf . og ákærulið varðandi hlutabréfakaup Fjárfars ehf . með peningum frá almenningshlutafélaginu Baugi: „Jón Ásgeir var ekki fyrirsvarsmaður þess félags . Fráleitt er að halda því fram að Jón Ásgeir hafi tekið ákvörðun um þennan kaupsamn ing þegar fyrir liggur að framkvæmdastjóri Fjárfars ehf ., Helgi Jóhannesson, undirritaði samninginn fyrir hönd félagsins .“ Helgi Jóhannesson lýsti gangi mála hins vegar svo í lögregluskýrslum: „Helgi segir að það hafi komið honum þannig fyrir sjónir að Kristín Jóhannesdóttir hafi fengið sín fyrirmæli og upplýsingar varðandi félagið frá Jóni Ásgeiri og hún síðan komið þeim áfram til Helga . . . [og] hann hafi ekki gert neitt nema skv . beiðni eða fyrirmælum . . . [V]arðandi stjórnun segir Helgi eins og fyrr hafi komið fram, þá hafi það komið honum fyrir sjónir að það hafi verið Jón Ásgeir sem hafi ráðið för í rekstri og ákvarðanatöku félagsins .“ En Jón Ásgeir fullyrti í yfirheyrslum að Helgi færi með rangt mál: „Jón Ásgeir segir að það sé ljóst að Helgi Jóhannesson hafi verið virkur þátttakandi í viðskiptum Fjárfars ehf . og Baugs þrátt fyrir framburð Helga um annað .“ Baugslögmaðurinn Helgi sagði sig svo úr stjórn Fjárfars ehf . árið 2002 Og hver skyldi nú hafa tekið við sem aðalmaður í stjórn leynifélagsins Fjárfars ehf .? Jú, Jóhannes Jónsson í Bónus, faðir Jóns Ásgeirs, tók við stjórnarsætinu . Og hvaða lögmaður skyldi hafa tekið við sem lögmaður Fjárfars ehf . árið 2004? Hann heitir Einar Þór Sverrisson, – verjandi Jóhannesar Jónssonar í Baugsmálinu, lögmaður Baugsfyrirtækisins Teymis hf ., stjórnarmaður í Baugsmiðlafyrirtækinu 365 hf . – sem starfar á lögmannsstofu Baugs, www .law .is . Rétt er að taka fram að öllum ákærum varðandi Fjárfar ehf . var vísað frá dómi . Dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að allt varðandi leynifélagið Fjárfar ehf . hafi verið eðlileg viðskipti og því engin lögbrot framin!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.