Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 75

Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 75
 Þjóðmál VOR 2009 73 Mér er þungt í sinni þessa daga . Alla jafna eru bjartsýnin og gleðin mínar fylgi konur en þessa dagana er margt mótdrægt . Það er sérkennilegt að í garðinum kringum húsið heima hefur sífellt verið fuglasöngur . Meira að segja í svartasta skammdeginu hefur maður heyrt tístið inn um gluggann . En í haust hafa raustir fuglanna hljóðnað og inn um opinn gluggann heyrist ófagurt surg í bílvélum . Þegar ljóst var að heimskreppa væri að skella á óttaðist ég það strax að hún leiddi til stjórnleysis, öfgaskoðana og ófriðar . Sumir litu á mig og töldu að ég hefði misst dómgreind ina . En einmitt þetta var lærdómurinn af krepp unni á fjórða áratug aldarinnar . Eyði legg ing ar mátturinn er ólýs­ an legur þegar hug ar farið verður eitrað . Ég velti því fyrir mér hvort allt sem gerst hefur leiði til þess að Ísland verði verra land . Þjóð sem finnst það allt í lagi að kastað sé skyri og eggjum í lögregluþjóna er ekki með sjálfri sér . Börn sem ráðast að Alþingishúsinu með eggjum og ávöxtum vantar virðingu fyrir helstu gildum frelsis og lýðræðis . Því að þing húsið er fyrst og fremst sameiginlegt tákn baráttunnar fyrir því að lýðræðislega kjörnir fulltrúar þjóðarinnar setji henni lög en ekki einvaldur eða æstur múgur . Það grynnkar ekki á skuldasúpu þjóðarinn ar að mála stjórnarráðið rautt á hverjum degi . Það eykur ekki hamingju fólks að slasa lög regluþjóna . Það eflir ekki lýðræðið að ráðast að bíl for sætisráðherra . Alþingismenn og ríkisstjórn eiga að kom­ ast óáreitt til vinnu . Starfsfólk Seðlabankans er venjulegt fólk sem á að fá að halda sína árshátíð eins og aðrir . Í bönkunum starfar fólk sem hefur tapað aleigunni í hlutabréfum og situr í skulda­ súpunni rétt eins og aðrir . Það fólk á ekki skilið að fá ónot og skammir . Þjóðfélagið verður ekki betra með því að ala á hatri, ofstæki og ofbeldi . Þess vegna er ég leiður þessa dagana . Benedikt Jóhannesson Söngur fuglanna þagnar Hugrenningar í miðri „búsáhaldabyltingu“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.