Þjóðmál - 01.03.2009, Page 77

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 77
 Þjóðmál VOR 2009 75 fullt af illsku . Peningar þjóðarinnar eru horfnir . Hjálpar það okkur að hatur, ofbeldi og yfirgangur eitri hugann? Auðvitað eru friðsamleg mótmæli skilj­an leg . Deyfð stjórnarflokkanna er hins vegar ofar mínum skilningi . Fyrir tveimur og hálfum mánuði setti ég í blaðagrein fram tillögur um leiðina út úr örvæntingunni þar sem ég hvatti til nokkurra brýnna ákvarðana . Mér er það hulin ráðgáta hvers vegna stjórnvöld voru ekki með svipuð áform á prjónunum . Það hefði sparað þjóðinni mikinn sársauka . Greinin byrjaði svona: „Ofuraflið sem leysist úr læðingi þegar innibyrgð reiði brýst út getur valdið íslensku þjóðfélagi slíkum skaða að enginn hefur áður kynnst slíku hér á landi . Eyðileggingin gæti orðið gífurleg og sárin sem eftir sitja á þjóðarsálinni gróa seint .“ Við verðum samt ekki hamingjusamari á því að brjóta glugga, kveikja í eða berja lögregluþjóna . Við eigum að sameinast um að byggja upp, ekki að eyðileggja . Allt heiðarlegt fólk á að sameinast um gömlu gildin, virðingu, manngæsku og heiðarleika . Í dag fór ég út á svalir og lagði við hlustir . Í fjarska heyrðist veikburða tíst . Smáfuglunum varð ekki um sel að morgni 6 . mars sl . þegar þeir flettu Mogganum sínum og sáu þá Indriða H . Þor láksson, settan ráðuneytisstjóra í fjár­ mála ráðu neytinu, og Stefán Ólafsson, próf essor og sérlegan ráðgjafa Jóhönnu Sig­ urðardóttur, gleiðbrosandi á stórri mynd . Smáfuglunum brá vegna þess að þeir fé­ lagar hafa undanfarið verið frekar fýldir á myndum og framgöngu allri . Þarna voru þeir greinilega í essinu sínu, enda á fundi hjá Sam fylkingunni að flytja fagnaðarboðskap sinn fyrir þakklátum áheyrendum . Boð skap­ urinn var þessi samkvæmt frétt blaðsins: „Skattahækkanir eru óhjákvæmilegar og ein hver hluti þeirra verður varanlegur, sagði Indriði H . Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, á fundi samfylkingar­ fólks á Hótel Borg í gærkvöldi . Skattkerfið geti ekki óbreytt staðið undir sameiginlegum útgjöldum þjóðarinnar . Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við HÍ, talaði einnig á fundinum og sagði óráðshjal að skattar yrðu ekki hækkaðir .“ Þá vitum við það: Heimilum og fyrirtækj­ um á að bjarga með því að hækka skattana, annað er óráðshjal og sumt af þessum hækk­ unum verður haldið til eilífðar! Smáfuglunum er ljóst, að í þessum orðum felst uppgjöf fyrir hagræðingu og uppstokkun í ríkiskerfinu, enda er allt slíkt eitur í beinum þeirra félaga . Smáfuglunum er nú betur ljóst en áður, hvers vegna Steingrímur J . vildi losna við Baldur Guð laugsson sem ráðuneytisstjóra . Hann hefði aldrei farið á fund í stjórnmálaflokki til að boða efnahags­ eða skattastefnu . Indriða H . munar ekki um slíkt, enda er honum jafnan hampað í ríkisfjölmiðlunum og annars staðar sem hlutlausum sérfræðingi og álitsgjafa Af vefnum amx .is 6. mars 2009. ____________ Skattmenn gleðjast

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.