Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 78

Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 78
76 Þjóðmál VOR 2009 Það eru runnir upp tímar á Íslandi, sem mig hefði aldrei órað fyrir að koma myndu hér á landi . Alþingi reynir að halda fund í eldsbjarma frá Austurvelli og taktfastur trumbu sláttur dansandi mótmælendanna fyrir utan yfirgnæfir ræðuhöldin innanstokks . Rúður brotna og það er ráðist á lögregluna . Stærsti stjórnarmeirihluti Alþingis gefst upp og segir sig frá ógnvænlegum erfiðleikum sem hrannast að þjóðinni . Við tekur nú einhverskonar stjórnmála­ barátta í skini eldanna frá samkomum „mót mælenda“ . Ný og óþekkt öfl munu taka við stjórn landsins . Ef því verður þá hægt að stýra héðan af . Sumum finnst svigna feikn­ stafir í framtíðarhorfum landsins . Verið getur að þær verði lygilegri en nokkurn órar fyrir á þessari stundu . Sjá menn fyrir sér að hér gæti orðið hungursneyð á vori? Niðurbrot laga og réttar? Skeggöld, skálmöld? Hinn nýi stíll gerendastjórnmálanna mun sjá til þess, að venjulegir stjórnmála­ flokkar munu vart geta haldið fundi án þess að óeirðir verði á fundarstað . Í skugga alls þessa ætla menn á landsfundi, í prófkjör og svo alþingiskosn ingar . Skyldu slíkir atburðir fá að fara fram án bálkasta og slagsmála? Verður engum hugsað til fyrri hluta síðustu aldar í Þýzkalandi? Napóleon mikli sá sig á sínum tíma til­ neyddan að ríða inn í þinghúsið og reka þing menn frönsku byltingarinnar út með brugðnu sverði . Þeir höfðu þá prentað peninga handa fólkinu til að gera það ánægðara í eymdinni . Allt kom fyrir ekki . Napóleon keisari setti alþýðuna í einkennisbúninga og hóf tveggja áratuga styrjaldir . Íslendingar eiga engan Nap­ óleon, sem stillt getur til friðar ef fámennt lögreglulið okkar verður undir í átökum . Hvað ætli við gerum þá? Burstum rykið af Gamla sáttmála, sem var víst aldrei sagt upp? Biðjum um norsk langskip? Halldór Jónsson Virkisvetur og ný ríkisstjórn Vangaveltur undir lok janúarmánaðar 2009
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.