Þjóðmál - 01.03.2009, Side 84

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 84
82 Þjóðmál VOR 2009 áhrif Evrópusambandsaðildar á efnahag landsmanna . Ég held að umræða um Evrópusambands­ mál haldi áfram að vera óttalegur vaðall meðan deilt er um hvort aðild töfri burt hagstjórnarvanda . Það þarf að ræða önnur rök með og á móti aðild heldur en þau efnahagslegu og sú rökræða þarf að horfa til miklu lengri tíma en líklegt er að núverandi kreppa standi . Einn mikilvægasti kosturinn við greina­ safn Björns er einmitt að hann skoðar málin í tals vert víðara samhengi en þeir gera sem aðeins hugsa um núverandi stöðu efnahagsmála . Skrif af þessu tagi eru að mínu viti vel til þess fallin að koma umræðunni upp úr hjólförum innihalds lausra slagorða um lausn á efnahagsvanda . Hvað er Íslandi fyrir bestu? er því þarft rit og tímabært . Stigi Wittgensteins Logi Gunnarsson: Stigi Wittgensteins, Elmar Geir Unnsteinsson og Viðar Þorsteinsson þýddu, Háskólaútgáfan, Reykjavík 2005, 112 bls . Eftir Ásgeir Jóhannesson Ekki er á allra vitorði að einn áhrifamesti hugsuður síðari tíma, austurríski heim spekingurinn Ludwig Wittgenstein, steig á land í Reykjavík árið 1912, þá 23 ára að aldri . Erindi hans var þó ekki að kynna hugmyndir sínar fyrir afskekktri þjóð, heldur að ferðast um landið og njóta nátt úrunnar . Hann fór meðal annars í tíu daga hestaferð um hálendið, sem hefur ef til vill veitt honum innblástur . Alltént trúði Wittgenstein því fljótlega upp úr þessu að óbeisluð náttúran fóstraði best hugmynda­ líf hans . Hann reisti sér því afskekktan kofa á norð urslóðum, nánar tiltekið í Noregi . Honum þótti sjóferðin til Íslands erfið, sem skýrir kannski staðarvalið . Tveimur árum eftir Íslandsferð Wittgen­ steins urðu þáttaskil í lífi hans . Fyrri heims­ styrjöldin braust út . Hann bauð sig fram til þjónustu í austurríska hernum og vann frækil eg afrek á vígvellinum . Hörmungar stríðsins léku Wittgenstein hins vegar grátt og skildu eftir varanleg ummerki í sálarlífi hans . En mitt í blóðbaðinu páraði hann stundum nokkrar línur í rissbók sem hann hafði meðferðis og þegar hann var tekinn til fanga gafst honum næði til að ljúka við uppkast að sinni fyrstu bók . Hún kom þó ekki út fyrr en rúmum þremur árum eftir lok stríðsins, undir nafninu Tractatus Logico­Philosophicus. Sennilega hafa fleiri bækur verið skrifaðar um heimspeki Wittgensteins en nokkurs annars 20 . aldar heimspekings og verk hans hafa verið túlkuð á afar margvíslegan hátt . Það er engu líkara en að hinir ólíkustu menn sjái að einhverju leyti sjálfa sig í hugmynd um hans . Í því ljósi má nefna að Wittgenstein sjálfur skrifaði eitt sinn hjá sér, að hann leitaðist við að gegna einungis hlutverki spegils, það er að segja, að lesandi verka hans sæi í þeim sína eigin afmynduðu hugsun og gæti þannig komið skikki á hana . Á meðal athyglisverðra bóka um heim­ speki Wittgensteins, sem komið hafa út á undanförn um árum, er ein eftir íslenskan höfund, bókin Stigi Wittgensteins eftir Loga Gunnarsson . Hún kom upphaflega út á þýsku um aldamótin undir nafninu Wittg­ en steins Leiter: Betrachtungen zum Tractatus, en var laglega þýdd á hið ástkæra yl hýra af Elmari Geir Unnsteinssyni og Við ari Þorsteinssyni, og gefin út af Heimspeki­ stofnun og Háskólaútgáfunni um miðjan þennan áratug . Logi er fæddur árið 1963 í Reykjavík . Hann lauk BA gráðu í heimspeki frá Há­

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.