Þjóðmál - 01.03.2009, Page 86

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 86
84 Þjóðmál VOR 2009 sínum eigin skýringum, þar sem hann gerir athuga semd ir við þá túlkunarmöguleika sem kynntir eru, setur þá í samhengi við kenningar ýmissa fræðimanna um Tractatus og metur hvort samþykkja beri niðurstöðu ritgerðarinnar . Þau textabrot úr Tractatusi sem um ræðir eru fyrir löngu orðin ódauðleg í heim­ spekinni . Fyrstu fjórar efnisgreinar for­ málans eru eftirfarandi (bls . 19): „Þessa bók skilur kannski aðeins sá sem sjálfur hefur þegar hugsað þær hugsanir sem hún tjáir – eða a .m .k . áþekkar hugsanir . – Þetta er sem sé engin kennslubók . – Tilgangi hennar væri náð ef hún gleddi einn mann sem læsi hana af skilningi . Bókin fæst við vandamál heimspekinnar og sýnir – að ég held – að forsenda þessara vandamála hvílir á misskilningi á rökvísi mannlegs máls . Alla merkingu bókarinnar mætti orða nokkurn veginn á þessa leið: Það sem yfirhöfuð er hægt að segja, er hægt að segja skýrum orðum, og um það sem maður getur ekki talað, verður maður að þegja . Bókin vill þannig setja hugsuninni mörk, eða öllu heldur – ekki hugsuninni, heldur tjáningu hugsana: Því að til þess að setja hugsuninni mörk þyrftum við að geta hugsað báðar hliðar markanna (við þyrftum sem sé að geta hugsað það sem ekki er hægt að hugsa) . Það verður sem sé aðeins hægt að draga mörkin í máli og það sem liggur handan markanna verður einfaldlega merk ingar­ laust .“ Tvær síðustu tölusettu greinar Tractatusar hljóða hins vegar þannig (bls . 19­20): „6 .54 . Setningar mínar skýra á þann hátt að hver sá sem skilur mig mun að lokum sjá að þær eru merkingarlausar, þegar hann hefur fyrir tilstilli þeirra – á þeim – yfir­ stigið þær . (Hann þarf svo að segja að kasta stiganum burt eftir að hafa klifrað upp á honum .) Hann verður að sigrast á þessum setn­ ingum, og þá sér hann heiminn rétt . 7 . Um það sem maður getur ekki talað, verður maður að þegja .“ Jóhannes Philologus íhugar þrjá túlk un­ ar möguleika, sem hann nefnir „dul hyggju­ túlk unina“, „and­dulhyggju túlk unina“ og „niður söll unartúlkunina“ . Sam kvæmt fyrst ­ nefndu túlkuninni setur Wittgen stein tján ­ ingu hugsana mörk í Tractatus, með því að afmarka hvers konar setningar hafa merkingu og geta þannig talist til tungu­ máls . Þó að ekki sé hægt að segja neitt með merkingarlausum setningum geta þær þó gegnt því hlutverki að sýna eitthvað . Samkvæmt and­dulhyggjutúlkuninni getur merkingarlaus texti hins vegar ekki tjáð neitt inntak, en getur hugsanlega skapað hæfni hjá lesandanum til að greina á milli merkingar og merkingarleysis . Sam kvæmt niðursöllunartúlkuninni virðist meg in mál bókarinnar í fyrstu hafa merkingu en síðan verða setningarnar smám saman augljóslega merk ingarlausar . Lesandinn áttar sig þannig á að allt meginmálið hlýtur að vera merkingarlaust því að hvaðeina sem leiðir til merkingarleysis er merk ingarlaust . Þannig má líkja lestri bókarinnar við manneskju að ganga upp stiga . Fyrstu þrepin telur hún sig hafa traust land undir fótum, en síðan rennur upp fyrir henni að svo er ekki og hún kastar stiganum . Philologus leggur fjórar spurningar til grund vallar mati á túlkunarleiðunum: hvort aðferð bók arinnar sé sjálfstæð, hvort verk sem er ein ungis samsett úr merk­ ingar leysum geti skýrt nokkuð, hvort merk ingarlaust verk geti lagt grunn að skynsamlegri sannfæringu, og loks hvort stuðst er við merkingarleysu þegar tjáningu hugsana eru sett mörk, sem virðist ekki vera leyfilegt samkvæmt textabrotunum . Hann kemst að þeirri niðurstöðu að engin túlkunarleiðanna geti veitt fullnægjandi

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.