Þjóðmál - 01.03.2009, Side 87

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 87
 Þjóðmál VOR 2009 85 svör við öllum spurningunum og því ályktar hann að bókinni, sem textabrotin eru hluti af, mistakist ætlunarverk sitt. Dul hyggjutúlkunin kemst næst því að veita fullnægjandi svör, samkvæmt texta fræðingnum, þar sem hún stenst prófraun fyrstu þriggja spurninganna. Hún brýtur hins vegar í bága við skilyrði fjórðu spurningarinnar, því að hún styðst óneitanlega við það sem er handan marka tungumálsins. Í greinargerð sinni um ritgerð frænda síns notast Jóhannes Commentarius talsvert við skrif Coru Diamond og James Conant, sem eru þekktir Wittgenstein-fræðingar. Hann hrósar Philologusi fyrir sumt, en gagnrýnir vissar hugmyndir hans og dregur í efa þær forsendur sem hann gefur sér. Eins og áður segir er Stigi Wittgensteins ekki hefðbundið fræðirit og ég óttast að skaða upplifun hugsanlegra lesenda bókarinnar með því að gera umfjöllun ritskýrandans ítarleg skil. Til að gera langa sögu stutta ver hann Wittgenstein gegn gagnrýni og leggur til nýjan túlkunarmöguleika sem lík ist niðursöllunarleiðinni. Eftirmáli Jóhannesar Commentariusar upplýsir um hugsunina að baki ritskýringu hans og er að mörgu leyti afar for vitnilegur. Verk hans er að mörgu leyti sama marki brennt og Tractatus og endurspeglar þannig bókina sem textabrotið er hluti af. Logi á hrós skilið fyrir Stiga Wittgensteins. Bókin er ekki löng, aðeins 112 blaðsíður, en hún veitir samt sem áður gott yfirlit yfir mikilvægt efni í fyrstu bók Wittgensteins, sem valdið hefur lesendum hans ómældum heilabrotum. Persónur Loga glíma við áleitnar spurningar um merkingu og merkingarleysi á frjóan og athyglisverðan hátt. Uppbygging og form bókarinnar er greinilega úthugsað og er tilefni til ýmiss konar vangaveltna. Um annað held ég að ég verði að þegja. Verðug verðlaunabók Þorvaldur Kristinsson: Lárus Pálsson leikari, JPV útgáfa, Reykjavík 2008, 375 bls. Eftir Sigríði K. Þorgrímsdóttur Þegar ég var í BA-námi í sagnfræði á ní unda ára tugnum sat ég eitt sinn nám skeið hjá Helga Þorlákssyni þar sem hann kenndi okkur nánast allt sem laut að útgáfumálum. Meðal annars lærðum við að rýna í leturgerðir, útlit kápu, mynda, myndatexta, læra á umbrot o.s.frv. Þetta var mjög hagnýtt námskeið og hefur oft gagnast mér vel. Ekki síst þegar skal ritdæma bæk- ur – því bók er svo miklu meira en inni hald textans. Ævisaga Lárusar Pálssonar leikara eft ir Þorvald Kristinsson, sem hér er til um fjöll- unar, er mjög flott út frá öllum þeim þáttum sem ég lærði um í áður nefndu námskeiði, auk þess að vera hið fróðlegasta og læsilegasta rit. Það er ekki að ástæðulausu að höfund- ur hennar fékk bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita. Bókin er mjög smekkleg og falleg að útliti. Leturgerð og uppsetning er sömuleiðis smekkleg. Engar villur fann ég í bókinni að heit ið gat. Myndir og myndatexti eru til fyrirm ynd ar og bæta við efni bókarinnar. Eins og höf und ur orðar svo ágætlega í eftirmála: „Lítil ljósmynd segir stundum sögu sem engin leið er að færa í orð“. Skrár eru margar, tilvísana- og heimildaskrá, myndaskrá, nafnaskrá og skrá yfir verkefni Lárusar á leiklistarferlinum. Höfundur valdi þá leið að hafa tilvísanir aftast en ekki neð an máls, sem yfirleitt þykir gera megintextann læsilegri, þótt sitt sýnist hverjum um það, en vissulega geta þeir sem endilega vilja vita hvaðan höfundur hefur efni sitt flett aftast í bókina. Höfundur hefur víða leitað fanga um heimildir. Lýsing Þorvaldar á tíðarandanum er ná-

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.