Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 91

Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 91
 Þjóðmál VOR 2009 89 tagi þó vissulega megi gagnrýna ákveðna hnökra á því, eins og vænta má að séu til staðar þegar bók er unnin í jafnmiklum flýti og sú sem hér er fjallað um . Vanda hefði mátt betur til frágangs á texta og á ákveðnum stöðum í bókinni hefði mátt skýra atburðarásina og ákvarðanir stjórn­ enda fyrirtækisins með skilmerkilegri hætti . Í heild er bókin ákveðinn leiðarsteinn um sögu eins umtalaðasta og umdeildasta fyrirtækis sögunnar sem virðist ætla að hljóta einhver þau döprustu eftirmæli sem um getur í íslenskri viðskiptasögu . Fróðleg og skemmtileg Þór Sigfússon: Betrun – Hvernig bæta má stjórn­ un með því að læra af mistökum, JPV útgáfa, Reykjavík 2008, 119 bls . Eftir Þorkel Sigurlaugsson Það er sjaldgjæft að stjórnendur, hvað þá forstjórar fyrirtækja, skrifi bækur og miðli af sinni reynslu . Í þau fáu skipti sem það gerist er það venjulega í ævisögu eða bók sem skrifuð er í þeim tilgangi að sýna fram á eigið ágæti eða verja einhver mistök eða gjaldþrot . Oft eru þá aðrir fengnir til að skrifa bókina . Bók Þórs Sigfússonar, forstjóra Sjóvár, er afar skemmtileg aflestrar . Hún er 125 blað síður að stærð og aðgengileg og skiptist í nokkra kafla sem snúast um áhersluatriði eða skilaboð sem oft tengjast á einhvern hátt mistökum í stjórnun . Bókin er svolítið sérstök í formi og umbroti og því ekki ólík höfundi að því leyti að hann festist ekki í einhverju gömlu fari, hvort sem er í fyrirtækjarekstri eða bókaút gáfu . Þór blandar saman fræðum ýmissa stjórn­ un ar gúrúa og eigin reynslu og bókin er uppfull af tilvitnunum í merka fræði menn á sviði stjórn unar . Það eru áreiðan lega ekki margir fors tjórar á Íslandi sem fylgjast jafn vel með og eru jafn vel lesnir í heimi stjórnunarbókmennta og Þór . Bókin Blue Ocean Strategy vakti áhuga Þórs eins og reyndar fleiri sem eru að reyna að skapa eitthvað nýtt og aðgreina sig frá sam keppnisaðil unum . Segja má að Þór hafi þurft að endurskapa Sjóvá, án þess að eyði­ leggja gömul og góð gildi félags sem hafði starfað í 90 ár . Hann tengir í bókinni ýmsar fræðikenningar við eigin reynslu . Þetta er afar vel gert og gagnlegt fyrir lesandann . Það er sérstaklega athyglisvert hve góðum árangri Þór náði við að snúa rekstri Sjóvár til betri vegar á átján mánuðum eftir að hann tók við starfi forstjóra í nóvember 2005 . Viðsnúningur upp á 1,8 milljarða á 18 mánuðum auk 25% hækkunar tekna á sama tíma, það er ekki slæmt . Auðvitað veit maður svo ekki hvernig þetta lítur út núna eftir hrun bankanna og bótasjóða Sjóvár . Þar skiptir máli hvernig Þór tókst til við þær fjárfestingar og hvort hann féll í þá gryfju að treysta um of á vafasöm útrásarfyrirtæki . Sameining Íslandsbanka og Sjóvár á árinu 2003, sem margir eru reyndar búnir að gleyma, var mjög undarleg . Álíka vitlaus hug mynd og að sameina Eimskipafélagið og flugfélagið Avion árið 2005 . Þetta var upphafið að því brenglaða hugarfari, og í kjöl farið því hruni, sem við áttum eftir að upplifa . Eitt það skemmtilegasta við bókina eru persónulegar dæmisögur um mistök og vanmat á ákveðnum hlutum og gagnrýni Þórs á hegðun stjórnenda . Margt af því hef ég líka verið hugsi um, t .d . hvað forstjórar geta leyft sér að verja miklum tíma í golfi eða í glæsisnekkjum, sumarhöllum og veiðiferðum . Margir virðast festast í tómstundaiðjunni eins og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.