Þjóðmál - 01.03.2009, Side 94

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 94
92 Þjóðmál VOR 2009 hagsmunir væru fyrir Íslendinga að taka þátt í því alþjóðasamstarfi en að gerast útlagaríki utan þess . Krafan um sérákvæði fyrir Íslendinga hafi verið til að hafa svigrúm til frekari stóriðjuframkvæmda sem Framsóknarmenn brýndu fyrir mönnum að hefði hnattrænan ávinning þar sem aflið væri fengið úr endurnýjanlegum orkugjöfum . Ályktun hennar er sú að þar sem stjórnvöld gerðu svo lítið í loftslagsmálum í öðrum geirum þá hafi umhyggjan fyrir umhverfi jarðar ekki ráðið ferðinni þegar leitað var undanþágu frá losunar ákvæðum . Stórviðburður þess tímabils sem fjallað er hér um er án efa 11 . sept emb er 2001 . Ekki væri um fjöllun í þessari bók um íslenska friðargæsluliða Afgan istan nema fyrir þann atburð einan . Hrun Sovétríkj anna árið 1991 hafði sannarlega dregið úr hernaðarmikil­ vægi Íslands en með þessum eina atburði fór öll athygli bandamanna okkar í vestri á aðrar vígstöðvar . Í upphafsgrein bókarinnar rek ur Valur Ingimundarson sagnfræðingur þá at burðarás sem leiddi til brotthvarfs bandaríska hersins 30 . september 2006 . Þegar eftir að Mikhaíl Gorbatsjov varð leiðtogi Sovétríkjanna dró verulega úr hernaðarumsvifum Sovétmanna við Ísland vegna þeirrar þíðu sem komst á í sam­ skiptum þeirra við Bandaríkjamenn og með falli Sovétríkjanna var sjálfgefið að ekki var nauðsyn á jafn öflugu eftirliti Bandaríkjamanna frá Íslandi með umferð sem sífellt fór minnkandi og fól ekki lengur í sér sömu ógn . Engu að síður tókst Íslendingum að fá því framgengt að hér yrðu orrustuþotur 14 árum lengur en Bandaríkjaher vildi . Valur telur Íslendinga einungis hafa náð að fresta því óumflýjanlega og um margt hafa of met ið samningsstöðu sína . Dyggur stuðningur ís lenskra stjórnvalda við bandaríska utanríkis stefnu hefði komið Íslendingum til góða . Sambær i leg ur stuðningur eftir lok kalda stríðsins, s .s gagn vart stækkun NATO til austurs og stuðningur við stríðin í Afganistan og Írak, hafi hins vegar í litlu gagnast Íslendingum í samningaviðræðum þeirra við Bandaríkjamenn . Ljóst er að bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku verulega pólitíska áhættu með afdráttarlausum stuðningi sínum við innrás Bandaríkjamanna í Írak 2003 stuttu fyrir kosningar hér á landi . Valur fullyrðir að þeir Davíð og Halldór hafi gert sér vonir um að afstaða þeirra kæmi þeim til góða í samningaviðræðum um áframhaldandi viðbúnað varnarliðsins . Baráttuna fyrir áframhaldandi veru orrustu þotna á Íslandi má að mörgu leyti skilja . Veran í varnarbandalaginu NATO átti að tryggja Ís lendingum stað­ bundn ar varnir, þ .e . að landið væri varið mögulegum árásum en þyrfti ekki að treysta á fjarlægar varnir bandamanna sinna og viðbragð ef á landið yrði ráðist . Sú röksemd var sömuleiðis notuð gegn andstæðingum Atlantshafsbandalagsins sem héldu því fram að Ísland væri einungis hlekkur í herstöðvakeðju Bandaríkjanna og viðbúnaður hér þjónaði ekki hagsmunum Íslands . Valur er í grein sinni um margt gagnrýninn á meðhöndlun íslenskra stjórn­ valda í samningum sínum við Bandaríkja­ menn . Hann gagnrýnir inni stæðu laus ar hótanir þeirra um uppsögn varnar samn­ ingsins . Það má líka deila um hvort skýlaus krafa Íslendinga um áframhaldandi viðveru orrustu þotna á Íslandi hafi verið misráðin og betur hefði farið á að leita í upphafi annarrar öryggis tengingar við Bandaríkjamenn í ljósi minnk andi mikilvægis landsins í þeirra augum í stað þess að þurfa að horfast í augu við einhliða ákvörðun þeirra . Styrkur þessarar bókar felst í því hversu ólíkir fræðimenn eru fengnir til verksins vegna þess hve íslensk utanríkispólitík er orðin margþættari og hulin augum

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.