Þjóðmál - 01.06.2014, Page 53

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 53
52 Þjóðmál SUmAR 2014 metin siðlaus meðal bókmenntafrömuða stríðs áranna og áranna þar á eftir . Kristmann skrifaði afþreyingarbækur af hreinni og klárri atvinnumennsku sem sjá má af bréfum hans heiman að frá sér í Hveragerði til útgefanda síns á Ísland, Ragnars í Smára, sem eru mörg (1943–1953) og gripið verður niður í hér á eftir til vitnis um kjör Kristmanns á árum hans í Hveragerði . Gróðasjónarmið þykir ekki umtalsvert í dag, hvort sem um er að ræða bækur eða annað söluvænlegt, hvað þá álösunarvert . Öðru máli gegndi um kröfur til rithöfunda á höfundartíð Krist- manns eins og er á flestra vitorði . Niðurstaða vinstri róttæklinga varð sú að refsa bæri Kristmanni fyrir sölumennskuna, enda óumdeilt að hann hafði komist í efni úti í Noregi á tæplega einum og hálfum áratug og nærfellt verið á götunni hér heima fram að því . Og ekki bætti úr að sagna skrif Krist manns fyrr og síðar töldust skorta karl mannlegt raunsæi, þær væru kven hollar um of, jafnvel eldhúsrómanar með tilvísun í heima vinnandi húsmæður sem lægju í róman tískum bókum í stað annarrar þarfari iðju . Kristmann var kvenhollur og dró ekki meira dul á það en svo, að hann gekk í hjóna- band með hverri þeirri konu sem hann varð ásthrifinn af, ef hann gat komið því við . Hvort tveggja tilefnið varð til þess að hinn sið prúð ari hluti íslensku kvenþjóðarinnar hélt úti óhróðri um Kristmann og kvenna- mál hans . Kristmann skrifaði afþreyingarskáldsögur af bestu gerð líkt og Einar Kárason hefur gert í seinni tíð og amast enginn við því, sem betur fer, þótt seljist, fyrir vitundarvakningu sem hófst með stofnun Rithöfundasam- bands Íslands 1974 og hefur staðið yfir stanslaust síðan . Kristmann var öðrum siðum vanur í höfundaruppeldi sínu sem hann hlaut á Noregsárunum og allt útlit er fyrir að hann hafi ekkert skilið í því gerningaveðri sem magnað var gegn honum eftir heimkomuna og alla tíð síðan meðan hann lifði, enda var hann áreiðanlega að upplagi ópólitískur friðsemdarmaður . Um prívatmanninn Kristmann Guð- munds son, sem svo mjög var bitist um á árat ugunum eftir að hann var sestur að á Íslandi á ný, er nærtækt að ætla að hafi tilheyrt þeim legg menningar okkar sem rekja má til Íra og ætla má kvenvænan, jafnvel undirseldan mæðraveldi . Þankagangur sem fremur lýtur stjórn hjartans en heilans og frá landnámstíð þreifst fyrir tilstyrk tvenns einkum, þjóðsagna og kvenna sem sögðu börnum sögur af ræktarsemi við þann arf . Leikfélagar Kristmanns í bernsku voru einkum álfar eftir ævisögunni og eftir því sem lengra leið á ævina leitaði hann frekar að sjálfsréttlætingu á dularsviðum, kannski vegna þeirrar orrahríðar sem á honum stóð og linnti ekki . Hann naut ekki móðurhlýju í bernsku og af föður sínum, alræmdum kvennabósa, hafði hann enn minni afskipti Fljótlega eftir að hann var sestur að á ný í . . . heimalandi sínu hófust pólitískar ofsóknir gegn honum af hálfu íslenskra vinstri manna, fyrir íhaldspólitík, sem á hann var borin, og fyrir fleira, en þó líklega helst fyrir það, að íslenskum menntamönnum var á þessum tíma ætlað af hinum róttækari stjórnmálaöflum í landinu að hafa uppi ágreining hvar sem var og hvenær sem var milli alvöru bókmennta . . . og afþreyingarskrifa sem nærtækast var að bendla Kristmann við . . .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.