Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 53

Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 53
52 Þjóðmál SUmAR 2014 metin siðlaus meðal bókmenntafrömuða stríðs áranna og áranna þar á eftir . Kristmann skrifaði afþreyingarbækur af hreinni og klárri atvinnumennsku sem sjá má af bréfum hans heiman að frá sér í Hveragerði til útgefanda síns á Ísland, Ragnars í Smára, sem eru mörg (1943–1953) og gripið verður niður í hér á eftir til vitnis um kjör Kristmanns á árum hans í Hveragerði . Gróðasjónarmið þykir ekki umtalsvert í dag, hvort sem um er að ræða bækur eða annað söluvænlegt, hvað þá álösunarvert . Öðru máli gegndi um kröfur til rithöfunda á höfundartíð Krist- manns eins og er á flestra vitorði . Niðurstaða vinstri róttæklinga varð sú að refsa bæri Kristmanni fyrir sölumennskuna, enda óumdeilt að hann hafði komist í efni úti í Noregi á tæplega einum og hálfum áratug og nærfellt verið á götunni hér heima fram að því . Og ekki bætti úr að sagna skrif Krist manns fyrr og síðar töldust skorta karl mannlegt raunsæi, þær væru kven hollar um of, jafnvel eldhúsrómanar með tilvísun í heima vinnandi húsmæður sem lægju í róman tískum bókum í stað annarrar þarfari iðju . Kristmann var kvenhollur og dró ekki meira dul á það en svo, að hann gekk í hjóna- band með hverri þeirri konu sem hann varð ásthrifinn af, ef hann gat komið því við . Hvort tveggja tilefnið varð til þess að hinn sið prúð ari hluti íslensku kvenþjóðarinnar hélt úti óhróðri um Kristmann og kvenna- mál hans . Kristmann skrifaði afþreyingarskáldsögur af bestu gerð líkt og Einar Kárason hefur gert í seinni tíð og amast enginn við því, sem betur fer, þótt seljist, fyrir vitundarvakningu sem hófst með stofnun Rithöfundasam- bands Íslands 1974 og hefur staðið yfir stanslaust síðan . Kristmann var öðrum siðum vanur í höfundaruppeldi sínu sem hann hlaut á Noregsárunum og allt útlit er fyrir að hann hafi ekkert skilið í því gerningaveðri sem magnað var gegn honum eftir heimkomuna og alla tíð síðan meðan hann lifði, enda var hann áreiðanlega að upplagi ópólitískur friðsemdarmaður . Um prívatmanninn Kristmann Guð- munds son, sem svo mjög var bitist um á árat ugunum eftir að hann var sestur að á Íslandi á ný, er nærtækt að ætla að hafi tilheyrt þeim legg menningar okkar sem rekja má til Íra og ætla má kvenvænan, jafnvel undirseldan mæðraveldi . Þankagangur sem fremur lýtur stjórn hjartans en heilans og frá landnámstíð þreifst fyrir tilstyrk tvenns einkum, þjóðsagna og kvenna sem sögðu börnum sögur af ræktarsemi við þann arf . Leikfélagar Kristmanns í bernsku voru einkum álfar eftir ævisögunni og eftir því sem lengra leið á ævina leitaði hann frekar að sjálfsréttlætingu á dularsviðum, kannski vegna þeirrar orrahríðar sem á honum stóð og linnti ekki . Hann naut ekki móðurhlýju í bernsku og af föður sínum, alræmdum kvennabósa, hafði hann enn minni afskipti Fljótlega eftir að hann var sestur að á ný í . . . heimalandi sínu hófust pólitískar ofsóknir gegn honum af hálfu íslenskra vinstri manna, fyrir íhaldspólitík, sem á hann var borin, og fyrir fleira, en þó líklega helst fyrir það, að íslenskum menntamönnum var á þessum tíma ætlað af hinum róttækari stjórnmálaöflum í landinu að hafa uppi ágreining hvar sem var og hvenær sem var milli alvöru bókmennta . . . og afþreyingarskrifa sem nærtækast var að bendla Kristmann við . . .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.