Þjóðmál - 01.06.2014, Side 86

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 86
 Þjóðmál SUmAR 2014 85 „Heybrækurnar“, sem hún setti til hliðar í röðum ráðandi afla innan Íhaldsflokksins, eru nú helst á því að stóru línurnar hafi verið réttar hjá henni . Þeir hlúa enn að særðu stolti sínu af því að hún leiddi einnig í ljós að öll pólitík þeirra átti rætur í uppgjafarstefnu sem reyndist röng þegar hún lagði verkalýðsfélögin að velli . Þeir verða óneitanlega heimskulegir sem telja sig verða að sinna óhjákvæmilegri hnignun þegar vörn er snúið í sókn . Þeir sem taka sér svipaða stöðu nú á tímum — „nútíma- væðingarmenn“ Camerons — fundu út með svipuðum rökum að þeir yrðu fjarlægjast hana . Þeir hafa nú breytt um stefnu og segja að sjálf hafi frú Thatcher verið málsvari „nútímavæðingar“ . Hér er þó fyrst og síðast um orðaleik að ræða: nútímavæðing hefur holan hljóm nema sagt sé hvað í henni felst áður en hún verður metin . Í nútímavæðingu Thatcher fólst m .a . traustur gjaldmiðill, afnám gjaldeyrishafta, efling varna og einkavæðing . Nútímavæðing Camerons felst m .a . í hjú skap samkynhneigðra, varðstöðu um þró unar aðstoð, miklum niðurskurði varna og að sætta sig við að regluverk frá Brussel gildi fyrir breska fjármálakerfið . Hvað sem okkur finnst um þessi stefnumál er ljóst að á þeim er nokkur munur . Engu að síður felst í orðaleiknum viðurkenning ráðandi afla Íhaldsflokksins á því að nú borgi sig að skipa henni í sitt lið þótt gengin sé . Þeir sem gagnrýndu hana fyrir að hafna aðild Breta að gjaldmiðlasamstarfinu [ERM] og að evrunni sjálfri hafa þagnað eins og skiljanlegt er . Málið þarf ekki að ræða frekar, atburðir hafa sannað réttmæti gagnrýni hennar í báðum tilvikum . Hún sýnist nú hafa verið jafn forvitri um evru- sambandshyggjuna og hún var áður um markaðshagfræði og kalda stríðið . Vinstrisinnaðir andstæðingar hennar meðal menntamanna — hófsamir verka- manna flokksmenn, menningarelítan, BBC, háskólarnir o .s .frv . hafa horfið frá fyrri gagnrýni sinni sem þótti greinilega of yfir- lætisfull („úthverfakona“, „ógeðslega lág- kúruleg“ o .s .frv .) . Þeir setja nú upp þótta- fullan armæðusvip og segja hana í raun ekki hafa skipt svo miklu máli, hún hafi verið ósköp venjuleg íhaldskona í stjórnmálum til 1975 þegar hún sá tækifæri til að komast til valda og hallaði sér að frjálshyggju í efna hagsmálum í samræmi við tíðarand- ann . Sagnfræðingurinn David Cannandine kynnti til dæmis þetta sjónarmið í The Washington Post . Hún hefði fremur verið tákn hnattrænna breytinga en drifkraftur þeirra, það munaði svo sem ekki mikið um hana — og svo framvegis í þessum dúr . Það segir sína sögu að á sínum tíma hélt enginn því fram að Margaret Thatcher nyti góðs af hagstæðum sögulegum straumum, þvert á móti var hinu gagnstæða einmitt haldið fram — að hún væri svo heimsk að hún teldi sig geta sigrast á slíkum straumum . Sé litið á ævi hennar og sögu kemur einnig í ljós að ekki er unnt með neinum rökum unnt afskrifa hana á þennan hátt . Charles V instrisinnaðir andstæðingar hennar meðal menntamanna — hófsamir verka manna flokks- menn, menningarelítan, BBC, há skólarnir o .s .frv . — hafa horfið frá fyrri gagnrýni sinni sem þótti greini lega of yfir lætisfull („úthverfa kona“, „ógeðslega lág - kúruleg“ o .s .frv .) . Þeir setja nú upp þótta fullan armæðusvip og segja hana í raun ekki hafa skipt svo miklu máli . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.