Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 86

Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 86
 Þjóðmál SUmAR 2014 85 „Heybrækurnar“, sem hún setti til hliðar í röðum ráðandi afla innan Íhaldsflokksins, eru nú helst á því að stóru línurnar hafi verið réttar hjá henni . Þeir hlúa enn að særðu stolti sínu af því að hún leiddi einnig í ljós að öll pólitík þeirra átti rætur í uppgjafarstefnu sem reyndist röng þegar hún lagði verkalýðsfélögin að velli . Þeir verða óneitanlega heimskulegir sem telja sig verða að sinna óhjákvæmilegri hnignun þegar vörn er snúið í sókn . Þeir sem taka sér svipaða stöðu nú á tímum — „nútíma- væðingarmenn“ Camerons — fundu út með svipuðum rökum að þeir yrðu fjarlægjast hana . Þeir hafa nú breytt um stefnu og segja að sjálf hafi frú Thatcher verið málsvari „nútímavæðingar“ . Hér er þó fyrst og síðast um orðaleik að ræða: nútímavæðing hefur holan hljóm nema sagt sé hvað í henni felst áður en hún verður metin . Í nútímavæðingu Thatcher fólst m .a . traustur gjaldmiðill, afnám gjaldeyrishafta, efling varna og einkavæðing . Nútímavæðing Camerons felst m .a . í hjú skap samkynhneigðra, varðstöðu um þró unar aðstoð, miklum niðurskurði varna og að sætta sig við að regluverk frá Brussel gildi fyrir breska fjármálakerfið . Hvað sem okkur finnst um þessi stefnumál er ljóst að á þeim er nokkur munur . Engu að síður felst í orðaleiknum viðurkenning ráðandi afla Íhaldsflokksins á því að nú borgi sig að skipa henni í sitt lið þótt gengin sé . Þeir sem gagnrýndu hana fyrir að hafna aðild Breta að gjaldmiðlasamstarfinu [ERM] og að evrunni sjálfri hafa þagnað eins og skiljanlegt er . Málið þarf ekki að ræða frekar, atburðir hafa sannað réttmæti gagnrýni hennar í báðum tilvikum . Hún sýnist nú hafa verið jafn forvitri um evru- sambandshyggjuna og hún var áður um markaðshagfræði og kalda stríðið . Vinstrisinnaðir andstæðingar hennar meðal menntamanna — hófsamir verka- manna flokksmenn, menningarelítan, BBC, háskólarnir o .s .frv . hafa horfið frá fyrri gagnrýni sinni sem þótti greinilega of yfir- lætisfull („úthverfakona“, „ógeðslega lág- kúruleg“ o .s .frv .) . Þeir setja nú upp þótta- fullan armæðusvip og segja hana í raun ekki hafa skipt svo miklu máli, hún hafi verið ósköp venjuleg íhaldskona í stjórnmálum til 1975 þegar hún sá tækifæri til að komast til valda og hallaði sér að frjálshyggju í efna hagsmálum í samræmi við tíðarand- ann . Sagnfræðingurinn David Cannandine kynnti til dæmis þetta sjónarmið í The Washington Post . Hún hefði fremur verið tákn hnattrænna breytinga en drifkraftur þeirra, það munaði svo sem ekki mikið um hana — og svo framvegis í þessum dúr . Það segir sína sögu að á sínum tíma hélt enginn því fram að Margaret Thatcher nyti góðs af hagstæðum sögulegum straumum, þvert á móti var hinu gagnstæða einmitt haldið fram — að hún væri svo heimsk að hún teldi sig geta sigrast á slíkum straumum . Sé litið á ævi hennar og sögu kemur einnig í ljós að ekki er unnt með neinum rökum unnt afskrifa hana á þennan hátt . Charles V instrisinnaðir andstæðingar hennar meðal menntamanna — hófsamir verka manna flokks- menn, menningarelítan, BBC, há skólarnir o .s .frv . — hafa horfið frá fyrri gagnrýni sinni sem þótti greini lega of yfir lætisfull („úthverfa kona“, „ógeðslega lág - kúruleg“ o .s .frv .) . Þeir setja nú upp þótta fullan armæðusvip og segja hana í raun ekki hafa skipt svo miklu máli . . .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.