Þjóðmál - 01.06.2014, Page 96

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 96
 Þjóðmál SUmAR 2014 95 félaginu . Viðbrögðin létu ekki á sér standa . Vinstrisinnaða tímaritið Þjóðlíf (kom út 1985 til 1991) birti í mars 1990 grein um það sem nefnt var „fámennisveldið“ í íslensku efnahagslífi undir fyrirsögninni „Kolkrabbi eða kjölfesta?“ . Að vinstrisinnar veittust að Eimskipa- félaginu var ekki nýnæmi . Hitt sætti meiri tíðindum að í Reykjavíkurbréfi Morgun ­ blaðsins hinn 10 . mars 1990, fimm dögum fyrir aðalfund Eimskipafélagsins, birtust aðfinnslur í garð félagsins með vísan til listans yfir 15 stærstu hluthafa þess, vangaveltur um samþjöppun valds innan þess, hvernig menn hefðu eignast hluti sína . Þá var spurt hvort útþensla félagsins væri að verða of mikil fyrir íslenskt samfélag . Saga Eimskipafélagsins ber með sér að fram til þessa dags hafði Morgunblaðið jafnan tekið upp hanskann fyrir félagið þegar að því var vegið eða umsvif voru talin of mikil fyrir íslenskt viðskiptalíf . Hér urðu tímamót í umræðum um þróun íslenskra atvinnufyrirtækja . Þau voru eðlilegur þáttur í breytingu á samfélaginu þar sem ríkið hætti beinni eignaraðild að Eimskipafélaginu, hætti að ákveða farmgjöld félagsins og ýtt var undir kaup almennings á hlutabréfum . Athygli hlaut að beinast að þessu stóra, vel rekna og nútímalega félagi . Ég man vel eftir þessum deilum um stærð Eimskipafélagsins og umræðunum um afstöðuna sem fram kom í Reykjavíkurbréfinu . Ég var aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins árið 1990 en los var komið á mig sem leiddi til þess að ég bauð mig fram í prófkjöri vegna alþingiskosninga vorið 1991 en prófkjörið var haldið haustið 1990 . Ég dró taum Harðar Sigurgestssonar í umræðum um þessi mál á vettvangi blaðsins . Ég hef jafnan verið þeirrar skoðunar að skynsamlegt sé fyrir íslenskt atvinnulíf að á vettvangi þess starfi opin, öflug fyrirtæki þar sem stjórnendur beri ábyrgð gagn- vart fjölsóttum, vel undirbúnum aðal- eða hlut hafafundum . Það er eðli allra félaga að innan þeirra myndast kjarni sem leiðir þau í sókn eða snýst til varnar eftir því sem aðstæður krefjast . Þegar litið er til umsvifa lífeyrissjóða og eignarhluta þeirra í íslenskum fyrirtækjum á líðandi stundu og hvernig að því er staðið að velja menn í stjórnir sjóðanna eða hvernig einstakir stjórnarmenn í þessum sjóðum beita sér til að hafa áhrif í stjórnum fyrirtækja í eignarhaldi sjóðanna er þögnin um alla þá stjórnarhætti hrópandi . Saga Eimskipafélagsins eftir eigenda- skiptin 2003 sýnir hvernig unnt er á skömmum tíma að gjörbreyta og umbylta fyrirtæki í föstum skorðum . Minna lýsingarnar í bók Guðmundar helst á markvissa viðleitni til að uppræta fortíðina eins og gerist þegar byltingarmenn komast til valda . Öfgakennd stórmennska virðist hafa gripið um sig . Hratt er farið yfir sögu og að sumu leyti of hratt til að allt skýrist sem forvitnilegt væri að vita . Að lokum tókst að aftra gjaldþroti með gerð nauðasamnings og aðkomu stórs er- S aga Eimskipafélagsins eftir eigenda skiptin 2003 sýnir hvernig unnt er á skömmum tíma að gjörbreyta og umbylta fyrirtæki í föstum skorðum . Minna lýsingarnar í bók Guðmundar helst á markvissa viðleitni til að uppræta fortíðina eins og gerist þegar byltingarmenn komast til valda . Öfgakennd stórmennska virðist hafa gripið um sig . . .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.