Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 96

Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 96
 Þjóðmál SUmAR 2014 95 félaginu . Viðbrögðin létu ekki á sér standa . Vinstrisinnaða tímaritið Þjóðlíf (kom út 1985 til 1991) birti í mars 1990 grein um það sem nefnt var „fámennisveldið“ í íslensku efnahagslífi undir fyrirsögninni „Kolkrabbi eða kjölfesta?“ . Að vinstrisinnar veittust að Eimskipa- félaginu var ekki nýnæmi . Hitt sætti meiri tíðindum að í Reykjavíkurbréfi Morgun ­ blaðsins hinn 10 . mars 1990, fimm dögum fyrir aðalfund Eimskipafélagsins, birtust aðfinnslur í garð félagsins með vísan til listans yfir 15 stærstu hluthafa þess, vangaveltur um samþjöppun valds innan þess, hvernig menn hefðu eignast hluti sína . Þá var spurt hvort útþensla félagsins væri að verða of mikil fyrir íslenskt samfélag . Saga Eimskipafélagsins ber með sér að fram til þessa dags hafði Morgunblaðið jafnan tekið upp hanskann fyrir félagið þegar að því var vegið eða umsvif voru talin of mikil fyrir íslenskt viðskiptalíf . Hér urðu tímamót í umræðum um þróun íslenskra atvinnufyrirtækja . Þau voru eðlilegur þáttur í breytingu á samfélaginu þar sem ríkið hætti beinni eignaraðild að Eimskipafélaginu, hætti að ákveða farmgjöld félagsins og ýtt var undir kaup almennings á hlutabréfum . Athygli hlaut að beinast að þessu stóra, vel rekna og nútímalega félagi . Ég man vel eftir þessum deilum um stærð Eimskipafélagsins og umræðunum um afstöðuna sem fram kom í Reykjavíkurbréfinu . Ég var aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins árið 1990 en los var komið á mig sem leiddi til þess að ég bauð mig fram í prófkjöri vegna alþingiskosninga vorið 1991 en prófkjörið var haldið haustið 1990 . Ég dró taum Harðar Sigurgestssonar í umræðum um þessi mál á vettvangi blaðsins . Ég hef jafnan verið þeirrar skoðunar að skynsamlegt sé fyrir íslenskt atvinnulíf að á vettvangi þess starfi opin, öflug fyrirtæki þar sem stjórnendur beri ábyrgð gagn- vart fjölsóttum, vel undirbúnum aðal- eða hlut hafafundum . Það er eðli allra félaga að innan þeirra myndast kjarni sem leiðir þau í sókn eða snýst til varnar eftir því sem aðstæður krefjast . Þegar litið er til umsvifa lífeyrissjóða og eignarhluta þeirra í íslenskum fyrirtækjum á líðandi stundu og hvernig að því er staðið að velja menn í stjórnir sjóðanna eða hvernig einstakir stjórnarmenn í þessum sjóðum beita sér til að hafa áhrif í stjórnum fyrirtækja í eignarhaldi sjóðanna er þögnin um alla þá stjórnarhætti hrópandi . Saga Eimskipafélagsins eftir eigenda- skiptin 2003 sýnir hvernig unnt er á skömmum tíma að gjörbreyta og umbylta fyrirtæki í föstum skorðum . Minna lýsingarnar í bók Guðmundar helst á markvissa viðleitni til að uppræta fortíðina eins og gerist þegar byltingarmenn komast til valda . Öfgakennd stórmennska virðist hafa gripið um sig . Hratt er farið yfir sögu og að sumu leyti of hratt til að allt skýrist sem forvitnilegt væri að vita . Að lokum tókst að aftra gjaldþroti með gerð nauðasamnings og aðkomu stórs er- S aga Eimskipafélagsins eftir eigenda skiptin 2003 sýnir hvernig unnt er á skömmum tíma að gjörbreyta og umbylta fyrirtæki í föstum skorðum . Minna lýsingarnar í bók Guðmundar helst á markvissa viðleitni til að uppræta fortíðina eins og gerist þegar byltingarmenn komast til valda . Öfgakennd stórmennska virðist hafa gripið um sig . . .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.